Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Í leit að svörum

Í leit að svörum

Í leit að svörum

„Nánast allir hafa einhverja skoðun á því hver [Jesús] er. Hvort sem við erum trúuð eða trúlaus spyrjum við öll: Hver er þessi maður?“ – STAN GUTHRIE, RITHÖFUNDUR.

FÓLK er forvitið um Jesú. Bækur um hann hafa orðið metsölubækur. Myndir sem fjalla um hann hafa náð miklum vinsældum í kvikmyndahúsum. Þrátt fyrir það er mörgum spurningum um hann ósvarað. Fólk hefur mismunandi skoðanir á því hvers konar maður Jesús hafi verið.

Fyrir nokkrum árum settu tveir blaðamenn fram þessa spurningu á Netið: „Hver var Jesús?“ Svörin sem bárust voru meðal annars þessi:

● „Hann virðist hafa verið rabbíni (kennari) sem helgaði líf sitt því að sýna öðrum samúð.“

● „Hann var venjulegur maður sem lifði mjög óvenjulegu lífi.“

● „Það eru engar sannanir fyrir því að Jesús hafi verið til.“

● „Jesús er sonur Guðs. Hann fæddist, dó og reis upp frá dauðum til að leysa okkur undan syndum okkar. Hann lifir enn og mun koma aftur til jarðar.“

● „Ég trúi því að Jesús Kristur sé einkasonur Guðs. Hann er í senn mannlegur að öllu leyti og guðlegur að öllu leyti.“

● „Sagan um Jesú er bara barnalegt ævintýri fyrir fullorðna.“

Þessar ólíku skoðanir geta auðvitað ekki allar verið réttar. Er til einhver ein traust heimild sem getur veitt áreiðanleg svör við spurningum okkar um Jesú? Útgefendur þessa tímarits trúa því að Biblían sé orð Guðs og að aðeins hún geti leitt okkur í allan sannleikann um Jesú. *2. Tímóteusarbréf 3:16.

Í næstu grein skoðum við svör Biblíunnar við nokkrum algengum spurningum um Jesú. Hann sagði sjálfur að hjálpræði stæði til boða ,hverjum þeim sem á hann tryði‘. (Jóhannes 3:16) Við hvetjum þig til að kynna þér svörin og hugleiða síðan hvort þú þurfir að læra meira um Jesú og hvernig þú getir sýnt trú á hann.

[Neðanmáls]

^ gr. 11 Nánari upplýsingar er að finna í 2. kafla bókarinnar Hvað kennir Biblían? Kaflinn heitir „Biblían – bók frá Guði“. Bókin er gefin út af Vottum Jehóva.