Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Úr ýmsum áttum

Úr ýmsum áttum

Mexíkóflói

Í aprílmánuði 2010 varð slys á olíuborpalli og mikið magn af olíu og gasi flæddi í sjóinn stanslaust í nærri þrjá mánuði. Einn hópur vísindamanna uppgötvaði að tveimur og hálfum mánuði eftir slysið var stór hluti mengunarefnanna horfinn. Vísindamennirnir álitu að þarna hefðu verið á ferðinni örverur sem hámuðu í sig metangas. Sumir sérfræðingar efast þó um að það sé rétt og telja að stór hluti olíunnar hafi sokkið niður á sjávarbotninn.

Rússland

Í könnun kom fram að 59 prósent Rússa á aldrinum 18 til 35 ára telji að stundum sé „nauðsynlegt að víkja frá siðferðilegum gildum til að komast áfram í lífinu“. Frá þessu er greint í rússneska dagblaðinu Rossíískaja Gazeta.

Perú

Aldagamlir maískólfar sem fundist hafa í norðurhluta Perú gefa til kynna að heimamenn hafi þegar verið byrjaðir að framleiða poppkorn og maísmjöl fyrir að minnsta kosti 3.000 árum.

Ítalía

Lucio Soravito De Franceschi, biskup kaþólskra í Adria-Rovigo, finnst það ætti að koma trúarboðskap á framfæri með því að hafa „beint samband við fólk“ heima hjá því. Hann segir: „Prestar ættu að hætta að hringja kirkjuklukkum og fara að hringja dyrabjöllum.“

Suður-Afríka

Götuverð nashyrningahorna til að nota í lækningaskyni er nú komið upp í 8 milljónir króna á kílóið. Árið 2011 drápu veiðiþjófar 448 nashyrninga í Suður-Afríku einni saman. Í Evrópu hafa glæpagengi í leit að nashyrningahornum brotist inn í söfn og uppboðssali. Nashyrningar í dýragörðum Evrópu eru meira að segja taldir vera í hættu.