Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Maremagnum/Corbis Documentary via Getty Images

HALTU VÖKU ÞINNI

Hefst Harmagedón í Ísrael? – Hvað segir Biblían?

Hefst Harmagedón í Ísrael? – Hvað segir Biblían?

 Biblían lýsir ekki Harmagedón sem staðbundnu stríði heldur alheimsstríði milli Guðs og allra ríkisstjórna heims.

  •   „Yfirlýsingar … innblásnar af illum öndum … fara út til konunga allrar heimsbyggðarinnar til að safna þeim saman til stríðsins á hinum mikla degi Guðs hins almáttuga. Og þær söfnuðu þeim saman á staðinn sem á hebresku kallast Harmagedón.“ – Opinberunarbókin 16:14, 16.

 Orðið „Harmagedón“ er sótt í hebreska heitið Har Meghiddohnʹ sem merkir ‚Megiddófjall‘. Megiddó var borg í Ísrael til forna. Þess vegna telja sumir að stríðið við Harmagedón verði háð í Ísrael. Ekkert svæði í Mið-Austurlöndum er þó nógu stórt til að rúma „konunga allrar heimsbyggðarinnar“ og hersveitir þeirra – hvorki svæðið kringum Megiddó né nokkurt annað svæði á þeim slóðum.

 Opinberunarbókin er skrifuð „með táknum“, það er að segja á táknrænu máli. (Opinberunarbókin 1:1) Harmagedón er ekki bókstaflegur staður heldur heimsástand þar sem þjóðirnar taka höndum saman í síðasta sinn til að berjast gegn stjórn Guðs. – Opinberunarbókin 19:11–16, 19–21.