Hoppa beint í efnið

Á Guð sér nafn?

Á Guð sér nafn?

Svar Biblíunnar

 Allir menn heita eitthvað. Er þá ekki rökrétt að Guð eigi sér líka nafn? Góðir vinir þekkja hver annan með nafni, og það er mikilvægur þáttur vináttu. Ætti eitthvað annað að gilda um vináttu við Guð?

 Í Biblíunni eru notaðir margir titlar til að lýsa Guði, svo sem Almáttugur Guð, Drottinn og skapari. (1. Mósebók 17:1; Postulasagan 4:24; 1. Pétursbréf 4:19) En hann sýnir tilbiðjendum sínum þann heiður að leyfa þeim að kalla sig með nafni. Í Jesaja 42:8 segir Guð um sjálfan sig eins og það er orðað í biblíunni frá 1908: „Eg er Jahve; það er nafn mitt.“

 Margir fræðimenn hallast að því að rithátturinn Jahve sé næstur upprunalegum framburði nafnsins. (Sjá 2. Mósebók 6:3, neðanmáls) Rithátturinn Jehóva er hins vegar þekktur í ýmsum gömlum íslenskum heimildum og er þekktasta mynd nafnsins í helstu tungumálum veraldar.

 Elstu bækur Biblíunnar voru upphaflega á hebresku en hún er rituð frá hægri til vinstri. Á hebresku var nafnið ritað með samhljóðunum יהוה. Þessir fjórir bókstafir eru oft nefndir fjórstafanafnið, og eru umritaðir JHVH á íslensku.