Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

FORSÍÐUEFNI | HVERJIR ERU VOTTAR JEHÓVA?

Hvernig er starfsemi okkar fjármögnuð?

Hvernig er starfsemi okkar fjármögnuð?

Ár hvert prentum við og dreifum mörg hundruð milljón biblíum og biblíutengdum ritum. Við byggjum og starfrækjum deildarskrifstofur og prentsmiðjur víða um heim. Tugþúsundir safnaða koma saman á látlausum en fallegum tilbeiðslustöðum sem við köllum ríkissali. Hvernig er allt þetta fjármagnað?

Öll starfsemi okkar er fjármögnuð með frjálsum framlögum. (2. Korintubréf 9:7) Árið 1879, í öðru tölublaði þessa tímarits, stóð: Við trúum að JEHÓVA styðji við bakið á ,Varðturni Síonar‘ [eins og Varðturninn hét á þeim tíma] og meðan svo er mun blaðið aldrei betla eða biðja menn um stuðning.“ Við höfum aldrei hvikað frá þessari stefnu.

Framlög eru send beint til deildarskrifstofa okkar eða sett í bauk undir frjáls framlög sem er að finna í öllum ríkissölum. Við greiðum ekki tíund, engin fjáröflun fer fram á samkomum og við seljum ekki þjónustu okkar eða rit. Við fáum ekki borgað fyrir að boða trúna, kenna í söfnuðinum eða þegar við hjálpum til við að byggja ríkissali. Jesús sagði: „Gefins hafið þér fengið, gefins skuluð þér láta í té.“ (Matteus 10:8) Allir sem þjóna á deildarskrifstofum okkar og á aðalstöðvunum, þar á meðal þeir sem tilheyra stjórnandi ráði Votta Jehóva, eru sjálfboðaliðar og fá ekki greidd laun.

„Öll starfsemi Votta Jehóva byggist á sjálfboðavinnu.

Frjáls framlög eru einnig notuð til að veita neyðaraðstoð. Kristnir menn á fyrstu öld gáfu með gleði af fjármunum sínum þeim sem voru í neyð. (Rómverjabréfið 15:26) Að sama skapi hjálpum við þeim sem eru í neyð að endurbyggja heimili sín og ríkissali og útvegum þeim mat, föt og læknishjálp.