Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

 FORSÍÐUEFNI | HVERJIR ERU VOTTAR JEHÓVA?

Hverju trúa vottar Jehóva?

Hverju trúa vottar Jehóva?

Vottar Jehóva trúa að ,sérhver ritning sé innblásin af Guði og nytsöm‘. (2. Tímóteusarbréf 3:16) Við lítum á Biblíuna sem hagnýtan leiðarvísi sem við notum til að kynnast skaparanum og eiga innihaldsríkt líf.

Í Biblíunni segir: „Þeir játi að þú, sem berð nafnið Drottinn [„Jehóva“, New World Translation], þú einn ert Hinn hæsti yfir allri jörðinni.“ (Sálmur 83:19) Við tilbiðjum því aðeins Jehóva Guð og sem vottar hans leggjum við okkur fram um að segja öðrum frá nafni hans. – Jesaja 43:10-12.

Við erum kristin og trúum því að Jesú, „sonur Guðs“, * hafi komið til jarðar og orðið Messías. (Jóhannes 1:34, 41; 4:25, 26) Eftir dauða sinn var Jesús reistur upp til himna. (1. Korintubréf 15:3, 4) Síðar varð hann konungur í ríki Guðs. (Opinberunarbókin 11:15) Guðsríki er raunveruleg stjórn sem mun endurreisa paradís á jörð. (Daníel 2:44) „Hinir hógværu fá landið til eignar og gleðjast yfir miklu gengi,“ segir í Biblíunni. – Sálmur 37:11, 29.

„Þegar þeir lesa í Biblíunni trúa þeir að Guð sé að tala til þeirra. Þegar vandamál steðja að leita þeir lausna í orði Guðs ... Í þeirra augum er orð Guðs enn lifandi.“ – Benjamin Cherayath, kaþólskur prestur, þýska dagblaðið Münsterländische Volkszeitung.

Vottar Jehóva trúa því að meginreglur Biblíunnar gagnist fólki enn í dag. (Jesaja 48:17, 18) Þess vegna fylgjum við meginreglum hennar í hvívetna. Sem dæmi varar Biblían okkur við því að stunda nokkuð sem saurgar huga okkar og líkama. Við reykjum því hvorki né neytum eiturlyfja. (2. Korintubréf 7:1) Við forðumst einnig það sem Biblían fordæmir sérstaklega svo sem ofdrykkju, kynferðislegt siðleysi og þjófnað. – 1. Korintubréf 6:9-11.

^ gr. 5 Biblían kallar einnig Jesú ,soninn eina‘ vegna þess að hann var sá fyrsti og eini sem Jehóva skapaði milliliðalaust. – Jóhannes 3:18; Kólossubréfið 1:13-15.