Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hvernig paradísin glataðist

Hvernig paradísin glataðist

Fyrir unga lesendur

Hvernig paradísin glataðist

Leiðbeiningar: Finndu þér hljóðlátan stað áður en þú leysir þetta verkefni. Þegar þú lest ritningastaðina skaltu ímynda þér að þú sért á staðnum. Sjáðu fyrir þér sögusviðið. Hlustaðu á raddirnar. Hugleiddu hvernig sögupersónunum er innanbrjósts. Leyfðu frásögunni að lifna við.

SKOÐAÐU SÖGUSVIÐIÐ. — LESTU 1. MÓSEBÓK 3:1-24.

Hvernig heldurðu að Eva hafi brugðist við þegar höggormurinn byrjaði að tala við hana?

․․․․․

Ef þú hefur í huga að Adam og Eva syndguðu af ásettu ráði, hvernig heldurðu að þeim hafi liðið samanber vers 7-10?

․․․․․

Hvernig sérðu fyrir þér atburðarásina þegar Adam og Eva voru rekin úr aldingarðinum Eden samanber vers 22-24?

․․․․․

KAFAÐU DÝPRA.

Hvaða þátt áttu augu Evu í falli hennar? (Lestu aftur vers 6.)

․․․․․

Hvers vegna varð ávöxturinn ,girnilegur‘ í augum Evu? (Lestu aftur vers 4 og 5.)

․․․․․

Hvað gæti hafa fengið Adam til að syndga með Evu? (Lestu aftur vers 6.)

․․․․․

Hvernig hefur syndin haft neikvæð áhrif á samband karla og kvenna eftir syndafallið? (Lestu aftur vers 16.)

․․․․․

Hvernig kom það í ljós að syndin olli spennu milli Adams og Evu? (Lestu aftur vers 12.)

․․․․․

Hvernig tók Jehóva strax á vandanum þannig að fyrirætlun hans næði samt sem áður fram að ganga? (Lestu aftur vers 15.)

․․․․․

NOTAÐU ÞAÐ SEM ÞÚ LÆRÐIR. SKRIFAÐU HJÁ ÞÉR HVAÐ ÞÚ HEFUR LÆRT UM . . .

hættuna sem fylgir því að sýna sjálfstæðisanda.

․․․․․

hvernig augun geta alið á röngum löngunum.

․․․․․

hversu tilgangslaust það er að kenna öðrum um mistök sín.

․․․․․

HVAÐ VAR ÞAÐ Í ÞESSARI FRÁSÖGU SEM HAFÐI MEST ÁHRIF Á ÞIG OG HVERS VEGNA?

․․․․․