VARÐTURNINN – NÁMSÚTGÁFA Mars 2014

Í þessu blaði er rætt hvernig hægt sé að temja sér fórnfýsi og vera jákvæður í þjónustu Jehóva. Hvernig getum við annast öldruð trúsystkini og ættingja?

Náum til hjartna vantrúaðra ættingja

Hvernig kom Jesús fram við ættingja sína og hvað getum við lært af því? Hvernig getum við sagt ættingjum okkar, sem eru annarrar trúar eða jafnvel alveg trúlausir, frá trú okkar?

Temjum okkur fórnfýsi

Við eigum í baráttu við lúmskan óvin sem getur grafið undan fórnfýsi okkar. Í þessari grein kemur fram hver óvinurinn er og hvernig við getum notað Biblíuna til að sigrast á honum.

Hvernig getum við verið jákvæð í þjónustu Jehóva?

Hvers vegna berjast margir við neikvæðar hugsanir? Þessi grein sýnir okkur hvernig við getum notað Biblíuna til að sjá sjálf okkur í jákvæðu ljósi.

Tilbeiðslustund fjölskyldunnar – geturðu gert hana ánægjulegri?

Skoðaðu hvernig aðrar fjölskyldur í ýmsum löndum fara að og fáðu nýjar hugmyndir.

Heiðrum aldraða á meðal okkar

Hvernig lítur Guð á aldraða? Hvaða skyldur hafa uppkomin börn gagnvart öldruðum foreldrum sínum? Hvernig getur söfnuðurinn sýnt eldri bræðrum og systrum virðingu?

Að annast hina öldruðu

Rosknir foreldrar og uppkomin börn þeirra geta búið sig undir ,vondu dagana‘ sem fylgja ellinni. Hvernig geta þau tekist á við fylgifiska ellinnar?

Stendur þú við orð þín? ,Segirðu já en meinar nei‘?

Sannkristið fólk ætti að standa við orð sín og freistast aldrei til að segja já en meina nei. Hvað er til ráða ef við neyðumst til að hætta við eitthvað sem við höfum lofað? Lærum af fordæmi Páls postula.