Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Var Jesús að tala um helvíti?

Var Jesús að tala um helvíti?

Var Jesús að tala um helvíti?

SUMIR sem trúa að til sé helvíti benda á orð Jesú í Markúsi 9:48 (eða vers 44 og 46). Hann nefnir þar orma sem deyja ekki og eld sem slokknar ekki. Hvernig myndirðu skýra orð Jesú ef einhver spyrði þig út í þau?

Viðmælandinn les ef til vill vers 4446 eða 48 sem eru orðuð svipað í sumum þýðingum Biblíunnar. * Í New World Translation stendur: „Ef auga þitt verður þér til hrösunar þá kastaðu því burt. Það er betra fyrir þig að ganga eineygður inn í ríki Guðs en hafa bæði augun og vera kastað í Gehenna þar sem maðkur þeirra deyr ekki og eldurinn slokknar ekki.“ — Mark. 9:47, 48.

En hvað sem því líður er því stundum haldið fram að orð Jesú styðji það sjónarmið að sálir óguðlegra líði eilífar kvalir. Til dæmis segir í skýringu í hinni spænsku Sagrada Biblia frá Navarra-háskóla: „Með [þessum orðum] á Drottinn við kvalir í helvíti. ‚Maðkarnir sem deyja ekki‘ hafa oft verið skýrðir sem eilíft samviskubit fordæmdra í helvíti og ‚óslökkvandi eldurinn‘ sem líkamlegar kvalir þeirra.“

En berum nú orð Jesú saman við síðasta versið í spádómsbók Jesaja. * Er ekki ljóst að Jesús var að vísa í þennan texta í 66. kafla Jesajabókar? Greinilegt er að spámaðurinn talar hér um að fara út „úr Jerúsalem út í aðliggjandi Hinnomsdal (Gehenna) þar sem mannafórnir voru stundaðar fyrrum (Jer. 7:31) en hann var síðan gerður að sorphaugi borgarinnar“. (The Jerome Biblical Commentary) Táknræn merking Jesaja 66:24 er augljóslega ekki sú að fólk líði kvalir enda er talað þar um lík. Það sem deyr ekki eru maðkarnir — en hvorki er minnst á lifandi menn né ódauðlegar sálir. Hvað átti Jesús þá við?

Í hinu kaþólska ritverki El evangelio de Marcos. Análisis lingüístico y comentario exegético, 2. bindi, segir um Markús 9:48: „Orðalagið er sótt í Jesaja (66,24). Spámaðurinn bendir þar á hvernig lík eyddust að jafnaði, annaðhvort við það að rotna eða brenna . . . Með því að setja maðka og eld hlið við hlið í textanum styrkir hann hugmyndina um eyðingu. . . . Bæði eyðingaröflin eru sögð vera varanleg (‚deyja ekki, slokkna ekki‘): það er hreinlega engrar undankomu auðið. Það eina sem lifir samkvæmt lýsingunni eru maðkarnir og eldurinn — ekki maðurinn — og hvort tveggja eyðir öllu sem það nær til. Því er ekki verið að lýsa eilífum kvölum heldur algerri tortímingu sem kemur í veg fyrir að upprisa eigi sér stað og jafngildir endanlegum dauða. [Eldurinn] táknar því tortímingu.“

Allir sem vita að hinn sanni Guð er kærleiksríkur og réttlátur hljóta að átta sig á því að það er rökrétt að skilja orð Jesú á þennan hátt. Hann var ekki að segja að eilífar kvalir bíði hinna óguðlegu heldur að þeir eigi á hættu að tortímast fyrir fullt og allt og eiga þá enga von um upprisu.

[Neðanmáls]

^ gr. 3 Vers 44 og 46 vantar í áreiðanlegustu biblíuhandrit. Að sögn fræðimanna eru þau sennilega síðari tíma viðbætur. Prófessor Archibald T. Robertson skrifar: „Þessi tvö vers er ekki að finna í elstu og bestu handritum. Þau eru komin úr vestrænum og sýrlenskum (býsönskum) textum og eru hreinlega endurtekning á 48. versinu. Við sleppum því versum 44 og 46 því að þau eru ekki upprunaleg.“

^ gr. 5 „Þeir munu ganga út og sjá lík þeirra sem risu gegn mér. Hvorki deyja í þeim maðkarnir né slokknar í þeim eldurinn og þeir verða öllum mönnum viðurstyggð.“ — Jes. 66:24.