Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Um hvað langar þig að spyrja Guð?

Um hvað langar þig að spyrja Guð?

Um hvað langar þig að spyrja Guð?

Alvarlegar spurningar um lífið og tilveruna leita á fólk út um allan heim. Hvað með þig? Margir hafa borið spurningar sínar upp við trúfræðara en ekki fengið fullnægjandi svör. Aðrir hafa hugleitt þessar spurningar í einrúmi. Sumir hafa beðið til Guðs um leiðsögn. Er hægt að fá svar Guðs við því sem við skiljum ekki til fulls? Hér eru nokkrar spurningar sem margir hafa sagst vilja bera upp við Guð.

Guð, hver ertu í raun og veru?

Skoðanir manna á Guði eru mótaðar af menningu þeirra, trú foreldranna og hugsanlega þeirra eigin vali. Sumir kalla Guð með nafni; aðrir kalla hann bara Guð. Skiptir það einhverju máli? Er aðeins til einn sannur Guð sem segir okkur hver hann sé og hvað hann heiti?

Af hverju eru svona miklar þjáningar í heiminum?

Sá sem hefur lifað taumlausu eða siðlausu lífi og misst heilsuna eða tapað öllum peningum eða eignum af þeim sökum kvartar kannski þótt hann viti örugglega af hverju hann þjáist.

Margir líða hins vegar miklar þjáningar án þess að hafa kallað þær yfir sig sjálfir. Sumir eiga við langvinn veikindi að stríða. Aðrir virðast þurfa að glíma við óyfirstíganlegar hindranir aðeins til að hafa þak yfir höfuðið og nægan mat fyrir fjölskylduna. Milljónir manna eru fórnarlömb glæpa, styrjalda, ofbeldis, náttúruhamfara eða óréttlætis af höndum ráðamanna.

Það er skiljanlegt að margir skuli spyrja: ‚Af hverju er slíkt ástand orðið svona útbreitt? Af hverju leyfir Guð allar þessar þjáningar?‘

Af hverju erum við hér? Hver er tilgangur lífsins?

Þessar spurningar vakna oft þegar fólki finnst hið daglega líf ekki veita sér raunverulega ánægju og lífsfyllingu — og sú er raunin hjá mörgum. Milljónir manna trúa því að líf fólks sé fyrirfram ákveðið af Guði. Er það svo? Ef Guð hefur ætlað þér sérstakt hlutverk viltu örugglega vita hvað það er.

Af öllum bókum veraldar er aðeins ein sem tekur skýrt fram að hún sé innblásin af Guði. Þessi bók er til á mun fleiri tungumálum en nokkur önnur bók, eins og gera má ráð fyrir fyrst hún inniheldur boðskap frá Guði til allra manna. Þessi bók er Biblían. Í henni opinberar Guð sjálfur, skapari himins og jarðar, hver hann sé og hvað hann heiti. Veist þú hvað hann heitir? Veistu hvað Biblían segir um persónuleika Guðs? Veistu hvað hún segir að Guð krefjist af þér?

[Mynd credit line á blaðsíðu 2]

FORSÍÐA: Chad Ehlers/Index Stock Photography

[Mynd credit line á blaðsíðu 3]

Fjall: Chad Ehlers/Index Stock Photography