Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Vissir þú?

Vissir þú?

Voru meginreglur Móselaganna notaðar til að útkljá hversdagslegar deilur og ágreining í Ísrael til forna?

STUNDUM. Skoðum eitt dæmi. Í 5. Mósebók 24:14, 15 segir: „Þú skalt ekki halda launum fyrir fátækum og þurfandi daglaunamanni, hvort heldur hann er einn af bræðrum þínum eða aðkomumönnum í landi þínu ... svo að hann hrópi ekki til Drottins að þú verðir sekur um synd.“

Leirbrotið með málsvörn kornskurðarmannsins.

Rituð heimild um málsvörn af þessu tagi frá sjöundu öld f.Kr. fannst á leirbroti nálægt borginni Asdód. Hún er sennilega skrifuð fyrir hönd kornskurðarmanns sem virðist ekki hafa náð að safna saman tilsettu magni af korni. Þar segir: „Fyrir nokkrum dögum, eftir að þjónn þinn [sækjandinn] hafði lokið við að setja uppskeruna í geymslu, tók Hosjajahú, sonur Sjobaí, yfirhöfn þjóns þíns ... Allir samverkamenn mínir, sem unnu með mér að uppskerunni í hita sólarinnar, munu staðfesta ... að það sem ég hef sagt er sannleikur. Ég hef ekki brotið neitt af mér ... Telji landstjórinn það ekki skyldu sína að láta skila yfirhöfn þjóns síns, megi hann þá gera það af meðaumkun. Láttu það ekki viðgangast að þjónn þinn fái ekki yfirhöfn sína.“

Sagnfræðingurinn Simon Schama segir að þessi málsvörn „sýni okkur meira en örvæntingarfulla tilraun verkamanns til að fá [yfirhöfnina] aftur“. Hann bætir við: „Þetta sýnir einnig að sækjandanum var kunnugt um lög Biblíunnar, ekki síst banni við illri meðferð á fátækum í 3. og 5. Mósebók.“