Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Ungt fólk spyr

Hvers vegna ættirðu að fara á samkomur?

Hvers vegna ættirðu að fara á samkomur?

FINNST ÞÉR GAMAN AÐ FARA Á SAMKOMU?

JÁ → HALTU ÞÁ ÁFRAM Á SÖMU BRAUT

NEI → HVAÐ GETURÐU GERT Í ÞVÍ?

ÍBIBLÍUNNI segir að kristnir menn eigi að koma saman til að tilbiðja Guð. (Hebreabréfið 10:25) En hvað ef þér finnst ekkert gaman að fara á samkomur? Hvað geturðu gert ef þú situr bara og lætur þig dreyma um hvað þú gætir verið að gera ef þú værir annars staðar – bara á einhverjum öðrum stað? Reyndu að nota eitthvað af tillögunum í þessari grein til að breyta því.

1. GERÐU ÞAÐ AÐ VANA ÞÍNUM

Lykilritningarstaður: „Sumir hafa ekki lengur fyrir venju að koma saman til að tilbiðja Guð en það verðum við alltaf að gera.“ – Hebreabréfið 10:25, Contemporary English Version.

Hvers vegna ættirðu að gera eitthvað reglulega sem þú hefur ekki ánægju af? Í stuttu máli sagt vegna þess að þannig lærirðu af hafa ánægju af því. Hugleiddu þetta: Hversu góður yrðirðu í einhverri íþrótt – og hversu mikla ánægju hefðirðu af henni – ef þú mættir bara á æfingar einstaka sinnum? Það sama gildir um safnaðarsamkomur. Því oftar sem þú mætir því sterkari verður trú þín á Jehóva Guð. Og það verður til þess að þig langar til að mæta oftar á samkomur. – Matteus 5:3.

Tillaga: Segðu að minnsta kosti einum ræðumanni eftir hverja samkomu hvað þér fannst athyglisvert við ræðuna sem hann flutti. Skrifaðu í minnisbók eitthvað sem þú lærðir á samkomunni og hvernig það gagnaðist þér að hafa komið. Og þar sem meirihluti dagskrárinnar snýst um boðunarstarfið skaltu gera það að markmiði þínu að verða færari í að tala við aðra um trú þína. Það gerir að verkum að fræðslan, sem þú færð á samkomum, hefur meira gildi fyrir þig.

„Allt frá unga aldri lærði ég að það er ekki valfrjálst hvort maður mætir á samkomur. Jafnvel sem krakka datt mér ekki í hug að ég gæti sleppt því að mæta. Þannig er viðhorf mitt enn þann dag í dag.“ – Kelsey.

Niðurstaða: Þeir sem mæta reglulega á samkomur hafa meiri ánægju af þeim – og fá meira út úr þeim.

2. FYLGSTU VEL MEÐ

Lykilritningarstaður: „Gætið því að hvernig þið heyrið.“ – Lúkas 8:18.

Rannsóknir sýna að venjulegur áheyrandi er búinn að gleyma um 60 prósent af ræðu sem hann hlustaði á þegar dagur er að kvöldi kominn. Myndirðu ekki gera eitthvað í málinu ef það væru peningarnir þínir sem hyrfu svona fljótt?

Tillaga: Sestu hjá foreldrum þínum framarlega í salnum. Þá eru minni líkur á að eitthvað trufli þig. Skrifaðu minnispunkta. Fólk notar auðvitað mismunandi aðferðir við að læra en ef maður skrifar minnispunkta beinist athyglin að ræðumanninum – og minnispunktar nýtast vel til upprifjunar.

„Mér fannst alltaf erfitt að halda athyglinni á samkomum, en mér hefur farið fram. Ég reyni að hafa í huga hvers vegna ég er þar. Þetta er ekki bara trúarathöfn eins og þegar maður fer í kirkju. Ég fer á samkomur til að læra um Guð og tilbiðja hann. Ég læri hluti sem gagnast mér í lífinu.“ – Kathleen.

Niðurstaða: Að vera á samkomum og fylgjast ekki með er eins og að fara í matarboð og borða ekki matinn.

3. TAKTU ÞÁTT Í ÞEIM

Lykilritningarstaður: „Fólk lærir hvert af öðru eins og járn brýnir járn.“ – Orðskviðirnir 27:17, Good News Translation.

Sem unglingur gegnir þú mikilvægu hlutverki á safnaðarsamkomum. Þú ættir aldrei að vanmeta hversu dýrmæt nærvera þín og þátttaka er, hvort sem um er að ræða að svara þegar farið er yfir efni með spurningum og svörum eða félagsskap þinn við aðra í söfnuðinum.

Tillaga: Hafðu það að markmiði að svara að minnsta kosti einu sinni þegar farið er yfir efni með spurningum og svörum. Bjóddu fram krafta þína við þrif eða önnur verk sem þarf að gera fyrir, eftir eða meðan á samkomu stendur. Bryddaðu upp á samræðum við einhvern sem þú hefur yfirleitt ekki tækifæri til að tala við.

„Þegar ég var unglingur bauð ég fram krafta mína við að bera hljóðnema og gera sviðið tilbúið fyrir samkomur. Mér fannst þá vera not fyrir mig í söfnuðinum og það hvatti mig til að mæta á samkomur og koma tímanlega. Þetta glæddi áhuga minn á sannleikanum og tilbeiðslunni á Guði.“ – Miles.

Niðurstaða: Ekki sitja bara þarna – gerðu eitthvað! Það er alltaf meira gefandi að vera þátttakandi en bara áhorfandi.

Finna má fleiri greinar á ensku úr greinaflokknum „Ungt fólk spyr“ á vefsíðunni www.jw.org

[Rammi/myndir á bls. 19]

ÞÚ ERT VELKOMINN!

Langar þig til að

● læra sannleikann um Guð?

● verða betri manneskja?

● eignast bestu vini sem völ er á?

Samkomur Votta Jehóva geta hjálpað þér á þessum sviðum – og mörgum fleiri. Tvisvar í viku hittast vottar Jehóva á samkomum í ríkissölum sínum. Engin samskot fara fram og gestir eru ávallt velkomnir.

Ekki missa af samkomunum! Ríkissalirnir eru ekki eins og kirkjur sem þú hefur heimsótt. Á samkomum hjá Vottum Jehóva er aðaláherslan lögð á biblíukennslu og þú lærir hvernig orð Guðs getur hjálpað þér að lifa hamingjuríku lífi að eilífu. – 5. Mósebók 31:12; Jesaja 48:17.

Sai – Þegar ég gekk fyrst inn í ríkissalinn kom það mér á óvart að þar voru engin líkneski, enginn var klæddur eins og prestur og enginn gekk um með samskotabauk. Allir buðu mig velkominn og mér leið vel. Kennslan á samkomunni var rökrétt og það var auðvelt að skilja hana. Þetta var sannleikurinn sem ég hafði leitað að!

Deyanira – Ég var 14 ára þegar ég fór fyrst á samkomu hjá Vottum Jehóva. Allir tóku strax vel á móti mér. Vottarnir virtust mjög ánægðir að ég hefði komið og sýndu mér einlægan áhuga. Eftir þessa jákvæðu reynslu mína af samkomunum var ég ekkert feimin við að koma aftur.

[Rammi/myndir á bls. 20]

Athugaðu hvaða efni verður farið yfir á næstu samkomu. Veldu einhvern dagskrárlið sem þér finnst sérstaklega áhugaverður og gerðu eftirfarandi:

KLIPPTU ÚT OG LJÓSRITAÐU

Fylltu út áður en þú ferð á samkomu.

Heiti dagskrárliðar:

․․․․․

Það sem ég myndi vilja vita um þetta efni:

․․․․․

Fylltu út eftir að ræðan hefur verið flutt.

Það sem ég lærði:

․․․․․

Það sem mér líkaði við ræðuna og langar til að segja ræðumanninum:

․․․․․