Jesaja 48:1–22
48 Heyrið þetta, afkomendur Jakobs,þið sem nefnið ykkur nafninu Ísraelog eruð komnir af uppsprettum* Júda,þið sem sverjið við nafn Jehóvaog ákallið Guð Ísraelsen þó ekki í sannleika og réttlæti.
2 Þeir kenna sig við borgina helguog leita stuðnings hjá Guði Ísraelssem ber nafnið Jehóva hersveitanna.
3 „Ég boðaði fyrir löngu það sem gerðist áður.
Munnur minn boðaði þaðog ég gerði það kunnugt.
Skyndilega lét ég til skarar skríða og orð mín rættust.
4 Þar sem ég vissi hve þrjóskur þú ert– að sinin í hnakka þínum er úr járni og ennið úr kopar –
5 sagði ég þér það fyrir löngu.
Ég lét þig heyra það áður en það gerðisttil að þú gætir ekki sagt: ‚Skurðgoðið mitt gerði þetta,líkneski mitt og málmstytta* fyrirskipuðu það.‘
6 Þú hefur heyrt þetta allt og séð.
Ætlarðu ekki að segja frá því?
Héðan í frá boða ég þér nýja hluti,vel falda leyndardóma sem þú hefur ekki þekkt.
7 Nú fyrst verða þeir til en ekki fyrir löngu,þú hefur ekki heyrt um þá fyrr en í dagsvo að þú getir ekki sagt: ‚Ég vissi þetta fyrir.‘
8 Nei, þú hefur hvorki heyrt það né vitað af þvíog þú hefur ekki haft eyrun opin.
Ég veit að þú ert svikullog þú hefur verið lögbrjótur síðan þú fæddist.
9 En nafns míns vegna held ég reiði minni í skefjumog heiðurs míns vegna held ég aftur af mér.
Ég útrými þér ekki.
10 Ég hef hreinsað þig en ekki eins og silfur.
Ég hef reynt* þig í bræðsluofni þjáninganna.
11 Mín vegna, sjálfs mín vegna, læt ég til mín taka.
Hvernig gæti ég látið vanhelga nafn mitt?
Ég gef engum öðrum dýrð mína.*
12 Hlustaðu á mig, Jakob, þú Ísrael sem ég hef kallað.
Ég er alltaf hinn sami. Ég er hinn fyrsti og ég er einnig hinn síðasti.
13 Hönd mín lagði grundvöll jarðarog hægri hönd mín þandi út himininn.
Þegar ég kalla á þau ganga þau fram.
14 Safnist allir saman og hlustið.
Hver á meðal þeirra* hefur boðað þetta?
Sá sem ég, Jehóva, elskaskal framfylgja vilja mínum með Babýlonog lyfta hendi sinni gegn Kaldeum.
15 Ég hef talað og ég hef kallað hann.
Ég hef sótt hann og honum tekst ætlunarverk sitt.
16 Komið til mín og heyrið þetta.
Frá upphafi hef ég talað fyrir opnum tjöldum, ekki í leynum.
Frá því að þetta hófst hef ég verið þar.“
Og nú hefur alvaldur Drottinn Jehóva sent mig og anda sinn.*
17 Þetta segir Jehóva, endurlausnari þinn, Hinn heilagi Ísraels:
„Ég, Jehóva, er Guð þinnsem kenni þér það sem er þér fyrir bestuog vísa þér veginn sem þú átt að ganga.
18 Bara að þú vildir hlusta á boðorð mín!
Þá yrði friður þinn eins og fljótog réttlæti þitt eins og öldur hafsins.
19 Afkomendur þínir yrðu eins og sandurinnog niðjar þínir eins margir og sandkornin.
Nafn þeirra yrði aldrei afmáð né því útrýmt frammi fyrir mér.“
20 Farið burt úr Babýlon!
Flýið frá Kaldeum!
Gerið það kunnugt með gleðiópi og boðið það!
Segið frá því allt til endimarka jarðar.
Hrópið: „Jehóva hefur endurleyst Jakob þjón sinn.
21 Þeir urðu ekki þyrstir þegar hann leiddi þá um auðnirnar.
Hann lét vatn streyma úr kletti handa þeim,hann klauf klett og vatnið fossaði út.“
22 „Hinir illu hljóta engan frið,“ segir Jehóva.
Neðanmáls
^ Eða hugsanl. „komnir af“.
^ Eða „steypt líkneski“.
^ Eða „rannsakað“. Eða hugsanl. „valið“.
^ Eða „af dýrð minni“.
^ Greinilega er átt við falsguði.
^ Eða „ásamt anda sínum“.