Orðskviðirnir 27:1–27

  • Ávítur vinar eru gagnlegar (5, 6)

  • Sonur minn, gleddu hjarta mitt (11)

  • „Járn brýnir járn“ (17)

  • Þekktu sauði þína (23)

  • „Auður varir ekki að eilífu“ (24)

27  Hreyktu þér ekki af morgundeginumþví að þú veist ekki hvað dagurinn ber í skauti sér.   Láttu aðra* hrósa þér, ekki þinn eigin munn,einhvern annan,* ekki þínar eigin varir.   Steinn er þungur og sandur sömuleiðisen gremja af völdum heimskingja er þyngri en hvort tveggja.   Heiftin er grimm og reiðin eins og flóðen hver getur staðist afbrýðisemi?   Betra er að ávíta opinskátt en leyna ást sinni.   Betri eru sár frá tryggum vinien margir* kossar óvinarins.   Saddur maður afþakkar* hunangen í munni hins hungraða bragðast jafnvel hið beiska sætt.   Eins og fugl sem flýgur* burt úr hreiðrinu,þannig er maður sem yfirgefur heimili sitt.   Olía og reykelsi gleðja hjartað,hið sama er að segja um góðan vin sem gefur einlæg ráð. 10  Yfirgefðu ekki vin þinn eða vin föður þínsog stígðu ekki inn í hús bróður þíns á ógæfudegi þínum. Betri er nágranni í nánd en bróðir í fjarska. 11  Vertu vitur, sonur minn, og gleddu hjarta mittsvo að ég geti svarað þeim sem hæðist að* mér. 12  Skynsamur maður sér hættuna og felur sigen hinir óreyndu ana áfram og fá að kenna á því. 13  Taktu skikkjuna af manni sem hefur gengið í ábyrgð fyrir ókunnugan,Taktu veð af honum ef hann gerði það fyrir útlenda konu.* 14  Ef einhver blessar náunga sinn snemma morguns með hárri rödduverður það metið sem bölvun. 15  Þrætugjörn* kona er eins og sífelldur þakleki á rigningardegi. 16  Sá sem getur stöðvað hana getur stöðvað vindinnog haldið á olíu í hægri hendi. 17  Járn brýnir járnog maður brýnir vin. 18  Sá sem hlúir að fíkjutré mun borða ávöxt þessog sá sem hugsar vel um húsbónda sinn hlýtur heiður. 19  Andlit speglast í vatniog menn spegla hjörtu hver annars. 20  Gröfin* og eyðingardjúpið* seðjast aldrei,eins fá augu mannsins aldrei nóg. 21  Bræðslupotturinn er fyrir silfrið og ofninn fyrir gullið,eins er maðurinn reyndur þegar hann fær hrós. 22  Þótt þú steytir heimskingja með stautieins og korn í mortélimun heimskan ekki skilja við hann. 23  Þekktu útlit sauða þinna vel,annastu hjörðina af alúð* 24  því að auður varir ekki að eilífuné kóróna um ókomnar kynslóðir. 25  Grængresið hverfur, nýgresið spretturog jurtum fjallanna er safnað. 26  Hrútlömb eru þér til klæðnaðarog fyrir geithafra má kaupa akur. 27  Nóg verður til af geitamjólk handa þérog til að framfleyta fjölskyldu þinni og þjónustustúlkum.

Neðanmáls

Orðrétt „ókunnugan mann“.
Orðrétt „útlending“.
Eða hugsanl. „falskir; þvingaðir“.
Orðrétt „treður niður“.
Eða „flýr“.
Eða „storkar“.
Eða „útlending“.
Eða „Nöldursöm“.
Á hebr. sheol, það er, sameiginleg gröf mannkyns. Sjá orðaskýringar.
Eða „Abaddón“.
Eða „láttu þér umhugað um hjörðina; veittu hjörðinni athygli“.