Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Pétur og Jóhannes gera herbergið á efri hæðinni tilbúið fyrir páskamáltíðina árið 33.

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Ertu farinn að undirbúa þig fyrir minningarhátíðina?

Ertu farinn að undirbúa þig fyrir minningarhátíðina?

Síðustu páskar Jesú áttu eftir að verða mjög þýðingarmiklir. Það var fyrirsjáanlegt að hann myndi bráðlega deyja og því ákvað hann að borða páskamáltíðina með postulum sínum og innleiða nýja árlega hátíð, kvöldmáltíð Drottins. Þess vegna bað hann Pétur og Jóhannes um að fara og gera herbergið á efri hæðinni tilbúið. (Lúk 22:7–13; sjá forsíðumynd.) Þetta minnir okkur á að undirbúa minningarhátíðina sem verður haldin 27. mars. Söfnuðirnir hafa sennilega gert ráðstafanir til að útvega ræðumann, brauð og vín og svo framvegis. En hvað getum við hvert og eitt gert til að undirbúa okkur fyrir minningarhátíðina?

Undirbúðu hjartað. Lestu og hugleiddu biblíulesefnið fyrir minningarhátíðina. Biblíulestraráætlun má finna í Rannsökum daglega ritningarnar. Nákvæmari lestraráætlun er í 16. kafla bæklingsins Handbók biblíunemandans. (Sjá einnig Líf okkar og boðun vinnubók fyrir samkomur í apríl 2020.) Fjölskyldur geta fundið upplýsingar um mikilvægi lausnargjaldsins til að íhuga í tilbeiðslustund fjölskyldunnar með því að skoða Efnislykil að ritum Votta Jehóva og efnisskránna Watch Tower Publications Index.

Bjóddu öðrum að koma. Taktu virkan þátt í boðunarátakinu. Íhugaðu hverjum þú gætir boðið, eins og kunningjum, ættingjum, þeim sem þú ferð í endurheimsóknir til og fyrrum biblíunemendum. Öldungar ættu að muna að bjóða óvirkum boðberum. Ef þú býður einhverjum sem býr ekki í þínu byggðarlagi geturðu fundið hvar og hvenær minningarhátíðin er haldin þar sem viðkomandi býr með því að smella á UM OKKUR efst á jw.org heimasíðunni og velja „Minningarhátíð“.

Hvað fleira getum við gert til að undirbúa okkur?