Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fórn Jesú getur gagnast þér

Fórn Jesú getur gagnast þér

 Einu sinni á ári safnast vottar Jehóva saman ásamt milljónum annarra um allan heim til að halda minningarhátíð um dauða Jesú, rétt eins og hann gaf fyrirmæli um. (Lúkas 22:19) Á minningarhátíðinni er útskýrt hvers vegna Jesús gaf líf sitt í þágu mannkyns og hvaða gildi fórn hans hefur fyrir okkur, bæði nú og í framtíðinni. – Jóhannes 3:16.

 En hvernig getur fórnardauði Jesú gagnast þér, hvort sem þú sóttir minningarhátíðina í ár eða ekki? Jesús benti á tvennt sem er mikilvægt að gera:

  1.  1. Að fræðast um Guð og Jesú. Jesús sagði í bæn til föður síns á himnum: „Til að hljóta eilíft líf þurfa þeir að kynnast þér, hinum eina sanna Guði, og þeim sem þú sendir, Jesú Kristi.“ – Jóhannes 17:3.

  2.  2. Að fara eftir því sem maður lærir. Jesús benti á mikilvægi þess að fara eftir því sem hann kenndi. Hann lauk til dæmis fjallræðunni á því að hrósa þeim sem „heyrir orð [hans] og fer eftir þeim“. (Lúkas 6:46–48) Og við annað tækifæri sagði hann við lærisveina sína: „Þetta vitið þið og þið eruð hamingjusamir ef þið farið eftir því.“ – Jóhannes 13:17.

 Myndir þú vilja fræðast meira um Guð og Jesú og kynna þér hvernig þú getur nýtt þér það sem þú lærir? Hér eru nokkrar leiðir sem þú getur prófað.

Biblíunámskeið

 Við bjóðum upp á ókeypis biblíunámskeið sem hafa hjálpað mörgum að kynna sér Biblíuna og fylgja ráðum hennar.

  •   Lestu meira um biblíunámskeið með kennara.

  •   Horfðu á myndbandið Velkominn á biblíunámskeiðið til að sjá hvernig biblíunámskeið fer fram.

Samkomur Votta Jehóva

 Vottar Jehóva hittast tvisvar í viku í ríkissölum sínum þar sem samkomur eru haldnar. Þar er rætt um Biblíuna og hvernig hún gagnast okkur í lífinu.

 Samkomurnar eru öllum opnar, þú þarft ekki að vera vottur Jehóva til að sækja þær. Sums staðar er hægt að velja um að mæta í eigin persónu eða sækja samkomurnar með fjarfundabúnaði.

  •   Horfðu á myndbandið Hvernig fara samkomur okkar fram? til að fá sýnishorn af því sem þar fer fram.

Netgreinar og myndbönd

 Sumar greinar og myndbönd á þessari vefsíðu varpa skýrara ljósi á kennslu Jesú og fórnardauða hans.

 Hvernig gat til dæmis dauði eins manns gagnast milljónum manna? Til að fá svar við því er hægt að lesa greinarnar „Hvernig frelsar Jesús?“ og „Hvers vegna þurfti Jesús að þjást og deyja?“ eða horfa á myndbandið Hvers vegna dó Jesús?