Byggingarframkvæmdir standa yfir við nýjar aðalstöðvar Votta Jehóva í Warwick í New York. Vinnan er að miklu leyti unnin af sjálfboðaliðum sem eru komnir víða að úr Bandaríkjunum og fylgja þeir stífri verkáætlun. Þeir eru iðjusamir og gefa vinnu sína af fúsleika þar sem þeir líta á hana sem gjöf til Guðs. Fylgstu með þessum einstaka vinnuflokki að störfum.