Hoppa beint í efnið

Verndun umhverfis og dýralífs í Warwick

Verndun umhverfis og dýralífs í Warwick

Vottar Jehóva hafa hafið framkvæmdir við nýjar aðalstöðvar nálægt stöðuvatninu Sterling Forest Lake (Blue Lake) í uppsveitum New York-fylkis. Hvað gera þeir til að vernda dýralíf og búsvæði dýra á svæðinu?

Vottarnir hafa reist bráðabirgðagirðingu umhverfis byggingarsvæðið til að halda skröltormum og skjaldbökum utan hættusvæðis. Girðingin er athuguð reglulega til að ganga úr skugga um að dýrin sleppi ekki í gegn og verði innlyksa á vinnusvæðinu. Eftir að framkvæmdum er lokið og girðingin hefur verið fjarlægð verða skröltormar, sem finnast of nærri byggingunum, fluttir á öruggan stað af sérþjálfuðum starfsmanni.

Spegilskotta

Tré voru felld á vetrarmánuðum til að fæla ekki bláþresti yfir varptímann. Þegar framkvæmdum lýkur verða sett upp fuglahús til að laða fuglana aftur á svæðið.

Eins er jarðvegurinn á ákveðnum svæðum hreinsaður og jafnaður frá október til mars til að auðvelda fræjum blóma af skjaldberaættkvíslinni að dreifast og spíra, en blómið er í útrýmingarhættu. Þessari verkáætlun er fylgt jafnvel þó að engar plöntur af þessari tegund hafi fundist á byggingarsvæðinu í Warwick síðan 2007.

Byggingarsvæðið liggur að Sterling Forest Lake sem er búsvæði ýmissa vatnafugla og fiska eins og silunga, vartara, geddu og aborra. Til að vernda vatnið völdu skipuleggjendur ýmsar vistvænar byggingaraðferðir. Meðal annars verða byggingar með torfþökum sem sía mengun úr regnvatni. Að auki er gróður umhverfis stöðuvatnið varðveittur.

Einn vottur, sem vinnur að þessari hlið framkvæmdanna, segir: „Við erum staðráðin í að vernda vistkerfið á svæðinu, jafnvel þó að það kosti meiri undirbúning og tíma.“