Hoppa beint í efnið

BIBLÍAN BREYTIR LÍFI FÓLKS

Þau fundu „dýrmæta perlu“

Þau fundu „dýrmæta perlu“

 Jesús sagði að ríki Guðs myndi leysa öll vandamál mannkynsins. (Matteus 6:10) Hann sagði tvær dæmisögur sem má finna í Matteusi 13:44–46 til að varpa ljósi á gildi sannleikans um ríki Guðs:

  •   Maður vann á akri og fann óvænt falinn fjársjóð.

  •   Kaupmaður á ferð sinni í leit að perlum fann eina mjög dýrmæta perlu.

 Báðir mennirnir seldu glaðir allt sem þeir áttu til að geta eignast fjársjóðinn sem þeir fundu. Þessir menn tákna fólk sem metur ríki Guðs svo mikils að það fórnar miklu til að hljóta blessunina sem fylgir því. (Lúkas 18:29, 30) Skoðaðu sögu tveggja einstaklinga í þessu myndbandi sem eru eins og mennirnir í dæmisögum Jesú.