Hoppa beint í efnið

Er nauðsynlegt að tilheyra ákveðnum trúarsöfnuði?

Er nauðsynlegt að tilheyra ákveðnum trúarsöfnuði?

Svar Biblíunnar

Já, vegna þess að Guð vill að þeir sem tilbiðja hann safnist saman á skipulagðan hátt. Í Biblíunni segir: „Gefum gætur hvert að öðru og hvetjum hvert annað til kærleika og góðra verka. Vanrækið ekki safnaðarsamkomur ykkar.“ – Hebreabréfið 10:24, 25.

Jesús benti á að fylgjendur hans myndu tilheyra sameinuðum söfnuði þegar hann sagði við þá: „Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars.“ (Jóhannes 13:35) Lærisveinar Krists sýna þennan kærleika fyrst og fremst með því að koma saman sem trúsystkin. Þeir áttu að mynda skipulagða hópa, eða söfnuði, sem kæmu reglulega saman til að tilbiðja Guð. (1. Korintubréf 16:19) Þessir söfnuðir mynda einn alþjóðlegan söfnuð bræðra og systra. – 1. Pétursbréf 2:17.

Er nóg að tilheyra trúarsöfnuði?

Þó að Biblían kenni að fólk eigi að koma saman til að tilbiðja Guð segir hún ekki að maður þóknist Guði aðeins með því að tilheyra trúarsöfnuði. Til þess að þóknast Guði verður trúin að hafa áhrif á daglegt líf okkar. Til dæmis segir í Biblíunni: „Hrein og flekklaus guðrækni fyrir Guði föður er að vitja munaðarlausra og ekkna í þrengingum þeirra og varðveita sjálfan sig óflekkaðan af heiminum.“ – Jakobsbréfið 1:27.