Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Göfugasta mynd kærleikans

Göfugasta mynd kærleikans

Göfugasta mynd kærleikans

Í KRISTNU grísku ritningunum, Nýja testamentinu sem svo er nefnt, er orðið „kærleikur“ langoftast þýðing á gríska orðinu agaʹpe.

Heimildarritið Insight on the Scriptures (Innsýn í Ritninguna) * útskýrir þýðingu orðsins svo: „[Agaʹpe] er ekki tilfinningasemi, byggð á persónulegum tengslum einum sér eins og oftast er talið, heldur á kærleikurinn sér siðferðilegar og félagslegar rætur. Hann er viljastýrður, er byggður á lífsreglu, skyldu og virðingu og leitast einlæglega við að gera öðrum gott eftir því sem er rétt. Agaʹpe (kærleikur) er hafinn yfir persónulega óvináttu og leyfir ekki að vikið sé frá réttum lífsreglum og goldið í sömu mynt.“

Agaʹpe getur einnig lýst sterkri tilfinningu. Pétur postuli hvatti: „Hafið brennandi kærleika [agaʹpe] hver til annars.“ (1. Pétursbréf 4:8) Þess vegna mætti segja að agaʹpe hafi bæði áhrif á hugann og hjartað. Þú gætir skoðað nokkra ritningarstaði sem lýsa krafti og vídd þessarar göfugu myndar kærleikans. Eftirfarandi vísanir gætu verið gagnlegar: Matteus 5:43-47; Jóhannes 15:12, 13; Rómverjabréfið 13:8-10; Efesusbréfið 5:2, 25, 28; 1. Jóhannesarbréf 3:15-18; 4:16-21.

[Neðanmáls]

^ gr. 3 Gefið út af Vottum Jehóva.