Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Heill heimur leið undir lok!

Heill heimur leið undir lok!

Heill heimur leið undir lok!

Líttu á heiminn í kringum þig; borgirnar, menninguna, vísindaafrekin og íbúana sem teljast í milljörðum. Hann virðist óneitanlega traustur og varanlegur. Geturðu ímyndað þér að heimurinn eigi einhvern tíma eftir að hverfa að fullu? Það er kannski erfitt að sjá það fyrir sér. En vissir þú að samkvæmt mjög áreiðanlegri heimild var annar heimur til á undan þessum og sá heimur leið algerlega undir lok?

VIÐ erum ekki að tala um heim byggðan frumstæðum ættflokkum. Heimurinn sem fórst var siðmenntaður heimur með borgum, listmenningu og vísindaþekkingu. Eigi að síður segir Biblían frá því að heilum heimi hafi skyndilega verið sópað burt í flóði á 17. degi 2. mánaðar, 352 árum áður en ættfaðirinn Abraham fæddist.*

Er þessi frásaga rétt? Gerðist þetta í raun og veru? Var virkilega til heimur á undan þessum sem blómstraði en leið svo undir lok? Ef svo er, af hverju gerðist það? Hvað fór úrskeiðis? Og getum við dregið einhvern lærdóm af eyðingu hans?

Leið fortíðarheimur virkilega undir lok?

Hafi slíkar hamfarir átt sér stað er óhugsandi að þær hafi fallið í gleymsku enda er margt meðal þjóða heims sem minnir óneitanlega á að þetta hafi gerst. Líttu til dæmis á nákvæma tímasetningu flóðsins sem skráð er í Ritningunni. Annar mánuður hins forna dagatals náði frá miðjum október, sem nú heitir, og fram í miðjan nóvember. Sautjándi dagurinn samsvarar því hér um bil fyrsta nóvember. Ef til vill er það engin tilviljun að í mörgum löndum eru hátíðir fyrir hina dánu haldnar á þeim árstíma.

Fleiri sannanir fyrir flóðinu liggja í arfsögnum manna. Nánast allir fornir þjóðflokkar eiga sögu af því þegar forfeður þeirra komust lífs af í alheimsflóði. Afrískir pygmýjar, evrópskir keltar og suður-amerískir Inkar eiga sér allir svipaðar þjóðsögur og hið sama er að segja um þjóðflokka í Alaska, Ástralíu, Indlandi, Kína, Litháen, Mexíkó, Míkrónesíu, sums staðar í Norður-Ameríku og á Nýja Sjálandi, svo fáeinir staðir séu nefndir.

Með tímanum hafa þjóðsögurnar auðvitað verið ýktar en í þeim öllum er að finna ákveðin atriði sem gefa til kynna að þær séu byggðar á sömu heimild: Guð reiddist vegna illsku mannsins. Hann kom af stað miklu flóði. Mannkynið í heild leið undir lok en nokkrir réttlátir menn komust hins vegar af. Þeir smíðuðu skip sem varð mönnum og dýrum til bjargar. Seinna voru fuglar sendir til að leita að þurrlendi. Að lokum strandaði skipið á fjalli. Þegar þeir sem komust lífs af fóru frá borði færðu þeir fórnir.

Hvað sannar þetta? Þessi sameiginlegu atriði geta ekki verið hrein tilviljun. Þessar þjóðsögur staðfesta þann forna vitnisburð Biblíunnar að allir menn eru afkomendur þeirra sem komust lífs af í flóði sem eyddi heilum mannheimi. Við þurfum því ekki að reiða okkur á fornar þjóðsögur til að vita hvað gerðist. Við höfum frásöguna vandlega varðveitta í hebreskum ritningum Biblíunnar. — 1. Mósebók, kaflar 6-8.

Í Biblíunni er að finna innblásna sögu jarðar allt frá því að lífið varð til. En Biblían er meira en mannkynssaga. Óbrigðulir spádómar hennar og djúpstæð viska sanna að hún er það sem hún segist vera — boðleið Guðs til manna. Ólíkt goðsögum greinir Biblían frá nöfnum og dagsetningum sem og nákvæmum ættfræðilegum og landfræðilegum upplýsingum. Hún gefur okkur mynd af því hvernig lífið var fyrir flóðið og segir okkur hvers vegna heill heimur leið skyndilega undir lok.

Hvað fór úrskeiðis í þjóðfélaginu sem uppi var fyrir flóðið? Í næstu grein er fjallað um þessa spurningu. Og hún er mikilvæg fyrir þá sem velta því fyrir sér hvort núverandi siðmenning eigi sér örugga framtíð.

[Credit line á blaðsíðu 3]

* 1. Mósebók 7:11; 11:10-25, 32; 12:4.

[Tafla á blaðsíðu 4]

(Sjá uppraðaðann texta í blaðinu)

Flóðsagnir víða um heim

Land/svæði Hliðstæður 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10

Grikkland 7 ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆

Róm 6 ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆

Litháen 6 ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆

Assýría 9 ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆

Tansanía 7 ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆

Indland - Hindúar 6 ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆

Nýja Sjáland - Maórar 5 ◆ ◆ ◆ ◆ ◆

Míkrónesía 7 ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆

Washington - Yakimar 7 ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆

Mississippi - Choctawar 7 ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆

Mexíkó - Michoacanar 5 ◆ ◆ ◆ ◆ ◆

Suður-Ameríka - Quechuar 4 ◆ ◆ ◆ ◆

Bólivía - Chiriguanoar 5 ◆ ◆ ◆ ◆ ◆

Gvæjana - Aravakar 6 ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆

1: Guð reiddist vegna illskunnar.

2: Heimurinn ferst í flóði.

3: Skipun frá Guði.

4: Guð varaði menn við.

5: Fáeinar manneskjur komast lífs af.

6: Bjargast í skipi.

7: Dýrum bjargað.

8: Fugl eða annað dýr sent út.

9: Stranda að lokum á fjalli.

10: Fórn er færð.