Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Við getum sigrast á hatri!

Við getum sigrast á hatri!

Hefur þú þurft að þola hatur?

Ef ekki hefurðu trúlega orðið var við það með einum eða öðrum hætti. Við heyrum látlaust fréttir af kynþáttafordómum, útlendingahatri og fordómum í garð samkynhneigðra. Ríkisstjórnir setja þess vegna lög gegn ýmsum hatursglæpum.

Hatur leiðir oft af sér hatur. Fórnarlömb haturs svara gjarnan í sömu mynt og úr verður vítahringur haturs.

Þú hefur kannski þurft að þola fordóma, alhæfingar, háð, móðganir eða hótanir. En hatur gengur oft lengra og getur magnast upp í grimmdarlegan yfirgang, einelti, skemmdarverk, árás, nauðgun, morð eða jafnvel þjóðarmorð.

Eftirfarandi spurningum verður svarað í þessu tölublaði og sýnt fram á hvernig er hægt að sigrast á hatri:

  • Hvers vegna er svona mikið hatur?

  • Hvernig er hægt að rjúfa vítahring haturs?

  • Kemur einhvern tíma sá tími að hatur verður úr sögunni fyrir fullt og allt?