Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

3. atriði: Samvinna

3. atriði: Samvinna

3. atriði: Samvinna

„Betri eru tveir en einn . . . Falli annar þeirra getur hinn reist félaga sinn á fætur.“ — Prédikarinn 4:9, 10.

Hvað felur það í sér? Í farsælum hjónaböndum virða hjónin þær meginreglur Guðs um forystu sem finna má í Biblíunni. (Efesusbréfið 5:22-24) Samt sem áður líta bæði hjónin svo á að þau séu í sama liði. Þau hugsa „við“ og „okkar“ í staðinn fyrir „ég“ og „mitt“. Hjón, sem vinna saman, líta ekki lengur á sig sem einhleypa einstaklinga. Í Biblíunni er sagt að þau séu „eitt hold“ en það hugtak lýsir ekki aðeins varanleika sambandsins heldur einnig innileika. — 1. Mósebók 2:24, Biblían 1981.

Af hverju skiptir það máli? Ef þið hjónin vinnið ekki saman geta smávægilegir árekstrar fljótt orðið að stóru deilumáli þar sem þið ráðist hvort á annað í stað þess að leysa vandamálið sem er fyrir hendi. En ef þið vinnið vel saman eruð þið eins og flugstjóri og aðstoðarflugmaður í sömu flugvél í stað þess að vera tveir flugstjórar í flugvélum sem stefna beint hvor á aðra. Þið leitið lausna þegar þið eruð ósammála í stað þess að sóa tíma og tilfinningalegri orku í að þræta og ásaka hvort annað.

Prófaðu þetta. Svaraðu spurningunum hér fyrir neðan til að kanna hversu vel þið vinnið saman.

Lít ég svo á að peningarnir, sem ég þéna, séu „mínir peningar“ þar sem ég vinn fyrir þeim?

Held ég mig í ákveðinni fjarlægð frá ættingjum maka míns jafnvel þótt hann sé þeim náinn?

Þarf ég að komast í burtu frá maka mínum til að slaka fyllilega á?

Settu þér markmið. Hugleiddu hvað þú getur gert til að stuðla að betri samvinnu við maka þinn.

Væri ekki góð hugmynd að spyrja makann hvað hann myndi leggja til?

[Mynd á blaðsíðu 5]

Ef þið vinnið saman eruð þið eins og flugstjóri og aðstoðarflugmaður í sömu flugvél.