Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Fullkomið ljós“

„Fullkomið ljós“

„Fullkomið ljós“

EF ÞÚ hefur einhvern tíma snert ljósaperu, sem kveikt hefur verið á um stund, veistu að hún getur orðið býsna heit. Hitinn er til marks um orkutapið sem verður í perunni. Dæmigerð ljósapera skilar aðeins 10 prósentum orkunnar sem ljósi en 90 prósent fara í súginn sem varmi. Eldflugan (stækkuð á myndinni að ofan) myndar líka ljós en hjá henni er orkunýtingin aftur á móti næstum 100 prósent.

Orkutap eldflugnanna vegna varmamyndunar er svo lítið að talað er um að þær framleiði „fullkomið ljós.“ Hvernig fara þær að því? Í afturbol eldflugnanna er að finna lífrænt efni sem kallast lúsíferín. Flugan dregur súrefni inn í afturbolinn um loftæð og þegar það hvarfast við lúsíferínið myndast fölgult, gulbrúnt eða grænleitt ljós.

Í frumunum, þar sem eldflugan myndar ljósið, eru þvagsýrukristallar sem stuðla að því að endurkasta ljósinu frá afturbol skordýrsins. Vísindamenn segja að eldflugurnar noti ljósið til að lokka til sín maka og að mismunandi tegundir eldflugna noti ólík en háttbundin leiftur með ólíkri tíðni.

Óneitanlega lofa þessi smágerðu dýr skapara sinn, Jehóva Guð. Við getum tekið undir með sálmaritaranum sem sagði: „Allt sem andardrátt hefir lofi Drottin!“ — Sálmur 150:6.

[Credit line]

© Darwin Dale/Photo Researchers, Inc.