Sálmur 150:1–6

  • Allt sem dregur andann lofi Jah

    • Hallelúja! (1, 6)

150  Lofið Jah!* Lofið Guð á hans helga stað. Lofið hann undir himninum sem vitnar um mátt hans.   Lofið hann fyrir máttarverk hans. Lofið hann fyrir mikilfengleik hans.   Lofið hann með hornablæstri. Lofið hann með lýru og hörpu.   Lofið hann með tambúrínu og hringdansi. Lofið hann með strengjahljóðfæri og flautu.   Lofið hann með hljómandi málmgjöllum. Lofið hann með skellandi málmgjöllum.   Allt sem dregur andann lofi Jah. Lofið Jah!*

Neðanmáls

Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.
Eða „Hallelúja!“ „Jah“ er stytting nafnsins Jehóva.