Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Er hún bók fyrir þig?

Er hún bók fyrir þig?

Er hún bók fyrir þig?

„Að taka saman margar bækur, á því er enginn endir,“ sagði Salómon fyrir um það bil 3000 árum. (Prédikarinn 12:12) Þessi fullyrðing á ekki síður við nú á tímum en áður fyrr. Auk hinna viðurkenndu sígildu rita eru þúsundir nýrra bóka gefnar út ár hvert. Hvers vegna ættir þú að lesa Biblíuna þegar úr svo mörgu er að velja?

MARGIR lesa bækur annaðhvort sér til skemmtunar eða fróðleiks, nema hvort tveggja sé. Það sama gildir um lestur Biblíunnar. Lestur hennar getur lyft fólki upp andlega og verið skemmtilegur þar að auki. En Biblían veitir meira en það. Hún er einstök þekkingaruppspretta. — Prédikarinn 12:9, 10.

Biblían svarar spurningum sem menn hafa löngum hugleitt — spurningum um fortíð mannsins, nútíð og framtíð. Marga langar til að fá svör við spurningum eins og: Hvaðan komum við? Hver er tilgangur lífsins? Hvernig getum við orðið hamingjusöm? Verður alltaf líf á jörðinni? Hvað ber framtíðin í skauti sér fyrir okkur?

Allur sá vitnisburður, sem hér hefur verið lagður fram, er í heild sinni skýr sönnun fyrir nákvæmni og áreiðanleika Biblíunnar. Við höfum þegar skoðað hvernig hagnýtar ráðleggingar hennar geta hjálpað okkur að lifa innihaldsríku og hamingjusömu lífi nú á dögum. Þar sem svör hennar, sem tengjast nútíðinni, eru fullnægjandi verðskulda svör hennar um fortíðina og spádómar hennar um framtíðina það vissulega að menn gefi þeim vandlegan gaum.

Hvernig hafa má sem mest gagn af

Margir hafa byrjað að lesa Biblíuna en hætt síðan lestrinum þegar þeir rákust á eitthvað sem erfitt var að skilja. Ef það er reynsla þín er ýmislegt sem gæti orðið þér til hjálpar.

Sumir byrja á því að lesa guðspjöllin, frásagnirnar af lífi og starfi Jesú. Viturlegar kenningar hans, eins og þær sem eru í fjallræðunni, endurspegla skarpan skilning á manneðlinu og segja með fáum orðum hvernig við getum bætt hlutskipti okkar í lífinu. — Sjá kafla 5 til 7 í Matteusarguðspjalli.

Auk þess að lesa Biblíuna getur verið mjög fræðandi að kanna á kerfisbundinn hátt hvað hún segir um hin ýmsu málefni. Það kemur þér ef til vill á óvart hvað Biblían segir í raun og veru um efni eins og sálina, himininn, jörðina, lífið og dauðann, svo og um Guðsríki — hvað það er og hverju það mun koma til leiðar. * Vottar Jehóva bjóða upp á kerfisbundið nám í því sem Biblían segir um margvísleg efni og er sú kennsla veitt ókeypis. Þú getur fengið frekari upplýsingar um það með því að skrifa útgefendum þessa bæklings. Póstföng er að finna á blaðsíðu 2.

Eftir að hafa rannsakað vitnisburðinn sem fyrir liggur hafa margir komist að þeirri niðurstöðu að Biblían sé frá Guði. Samkvæmt Ritningunni er nafn hans „Jehóva“ (eða „Jahve“). (1. Mósebók 2:5, neðanmáls; Sálmur 83:19) Þú ert ef til vill ekki sannfærður um að Biblían sé frá Guði komin. En hvers vegna ekki að rannsaka málið sjálfur? Við erum fullvissir um að eftir að þú hefur kynnt þér hvað Biblían segir, hugleitt það vandlega og ef til vill fengið sjálfur að reyna hagnýtt gildi hinnar sígildu visku hennar, munir þú komast á þá skoðun að Biblían sé sannarlega bók fyrir alla menn, og þá líka — bók fyrir þig.

[Neðanmáls]

^ gr. 9 Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs, gefin út af Watchtower Bible and Tract Society of New York, Inc., hefur hjálpað mörgum við slíkt nám í Biblíunni.