Hoppa beint í efnið

Má kristið fólk nota getnaðarvarnir?

Má kristið fólk nota getnaðarvarnir?

Svar Biblíunnar

Jesús fyrirskipaði fylgjendum sínum ekki að eignast börn. Hann bannaði þeim það ekki heldur. Enginn fylgjenda hans gaf út slík fyrirmæli. Getnaðarvarnir eru hvergi fordæmdar í Biblíunni. Í þessu máli á eftirfarandi meginregla vel við: „Því skal þá sérhver af oss lúka Guði reikning fyrir sjálfan sig.“ – Rómverjabréfið 14:12, Biblían 1981.

Hjónum er frjálst að ákveða sjálf hvort þau vilji eignast börn eða ekki. Þau geta líka ákveðið hvað þau vilji eignast mörg börn og hvenær. Ef hjón kjósa að nota getnaðarvarnir, sem fela ekki í sér fóstureyðingu, er það einkamál þeirra og á þeirra eigin ábyrgð. Enginn ætti að dæma þau. – Rómverjabréfið 14:4, 10-13.