Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SÖNGUR 139

Sjáðu sjálfan þig í nýja heiminum

Sjáðu sjálfan þig í nýja heiminum

(Opinberunarbókin 21:1-5)

  1. 1. Ó, sjáðu þig og sjáðu mig,

    hver sjái í nýja heiminum sig.

    Og láttu hug þinn líða við

    að lifa frjáls og við sannan frið.

    Þeir illu fá þar engan stað

    því algóð stjórn Drottins ein kemst að.

    Já, þá verða þáttaskil jörðinni á

    og þakkarorð hljóma þá

    allra vörum frá:

    (VIÐLAG)

    „Við þökkum þér, Guð, þín dásemdarverk,

    allt nýtt og gott undir stjórn Krists er gert.

    Þér syngur lof hvert hjarta sem barmafullt er

    því lofgjörðin, dýrðin og viskan heyrir þér.“

  2. 2. Nú sjáðu þig og sjáðu mig,

    já, sjáðu Guðsríkis lífsgæðastig.

    Og engin hljóð við óttumst þá

    og ekki neitt sem við munum sjá.

    Allt hefur ræst, já, allt sem eitt,

    nú yfir mannkyn er tjald Guðs breitt.

    Með sérhverjum þeim sem af „svefni“ upp rís

    þér syngjum af þakklæti

    söng í paradís:

    (VIÐLAG)

    „Við þökkum þér, Guð, þín dásemdarverk,

    allt nýtt og gott undir stjórn Krists er gert.

    Þér syngur lof hvert hjarta sem barmafullt er

    því lofgjörðin, dýrðin og viskan heyrir þér.“