Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Manstu?

Manstu?

Hefurðu lesið vandlega nýjustu tölublöð Varðturnsins? Reyndu þá að svara eftirfarandi spurningum:

Hvernig getum við slökkt eldinn sem taumlaus tunga kveikir?

Við þurfum að skoða hvað býr í hjarta okkar. Í stað þess að gagnrýna trúsystkini ættum við að velta fyrir okkur af hverju við séum gagnrýnin. Getur verið að við gerum lítið úr öðrum til að reyna að upphefja sjálf okkur? Þegar við erum gagnrýnin er hætta á að við gerum illt verra með því að auka á spennu milli okkar og annarra. – 15. ágúst, bls. 21.

Hvaða atburðir eiga eftir að gerast áður en dagur Jehóva rennur upp?

Lýst verður yfir ,friði og engri hættu‘. Þjóðir heims ráðast á Babýlon hina miklu og eyða henni. Í framhaldinu verður ráðist á fólk Guðs. Stríðið við Harmagedón kemur í kjölfarið og síðan verður Satan og illu öndunum varpað í undirdjúpið. – 15. september, bls. 4.

Hvers vegna er það okkur til góðs að vita ekki hvenær endirinn kemur?

Þar sem við vitum ekki með vissu daginn né stundina höfum við tækifæri til að sýna hvað býr í hjörtum okkar. Þannig getum við glatt hjarta Guðs. Það er okkur hvatning til að vera fórnfús og hjálpar okkur að treysta enn meir á Guð og orð hans. Mótlætið getur gert okkur að betri manneskjum. – 15. september, bls. 24-25.

Hverja tákna „stjörnurnar sjö“ í hægri hendi Jesú sem talað er um í Opinberunarbókinni 1:16, 20?

Þær tákna andasmurða umsjónarmenn safnaðanna og í víðtækari merkingu alla umsjónarmenn. – 15. október, bls. 14.

Hvernig sýndi Jesús þá auðmýkt sem lýst er í Jesaja 50:4, 5?

Í þessum versum segir að sá sem hafi „lærisveinatungu“ hafi ,ekki færst undan‘. Jesús sýndi auðmýkt með því að hlusta vel á það sem faðir hans kenndi honum. Hann var óðfús að læra af Jehóva og fylgdist vel með hvernig hann sýndi syndugum mönnum miskunn. – 15. nóvember, bls. 11.