Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Sagan er henni treystandi?

Sagan er henni treystandi?

Sagan er henni treystandi?

„Söguþekking hefur þau áhrif . . . að okkur finnst við eiga samleið með fólki í fortí ð og framtíð, frá því löngu fyrir okkar daga þar til löngu eftir okkar dag.“ — A COMPANION TO THE STUDY OF HISTORY EFTIR MICHAEL STANDFORD.

ÁN SÖGUVITUNDAR erum við án minninga. Án sögu eigum við engar rætur eða fortíð og gildir þá einu hvort við eigum við okkur sem einstaklinga, fjölskyldu, ætt eða jafnvel þjóð. Líðandi stund svifi í lausu lofti og hefði litla sem enga þýðingu.

Mannkynssagan getur frætt okkur heilmikið um lífið. Hún getur forðað okkur frá því að falla aftur og aftur í sömu gryfjuna. Eins og haft er eftir heimspekingi nokkrum: þeir sem gleyma fortíðinni mega vera vissir um að hún endurtaki sig. Þekking á sögunni getur veitt okkur skilning á menningu þjóða fyrri tíma, undraverðum uppgötvunum, heillandi fólki og ólíkum viðhorfum.

En nú fjallar mannkynssagan um fólk og atburði löngu liðins tíma. Er hægt að treysta því að rétt sé með farið? Ef við ætlum að hafa verulegt gagn af sögunni verður hún að vera sannleikanum samkvæm. Og þegar við finnum sannleika ættum við að taka við honum þó að hann sé ekki alltaf aðlaðandi. Fortíðin er eins og kaktusgarður — með fögrum blómum og broddum; hann getur fyllt mann andagift og hann getur stungið.

Í næstu greinum verða tekin fyrir nokkur atriði mannkynssögunnar sem geta hjálpað okkur að meta áreiðanleika þess sem við lesum. Við munum einnig kanna hvernig trúverðug söguritun getur orðið skarpskyggnum lesanda að gagni.

[Mynd á blaðsíðu 3]

Nefertíti drottning

[Mynd á blaðsíðu 3]

Hvaða lærdóm er hægt að draga af mannkynssögunni?

[Mynd credit lines á blaðsíðu 3]

Nefertíti: Ägyptisches Museum der Staatlichen Museen Preußischer Kulturbesitz, Berlín.

Spássía: Ljósmyndað með góðfúslegu leyfi British Museum.