Hoppa beint í efnið

Notkun vefkakna og tengdrar tækni í söfnuði Votta Jehóva um allan heim

Notkun vefkakna og tengdrar tækni í söfnuði Votta Jehóva um allan heim

Þegar þú ferð inn á vefsíðu er smár gagnapakki gjarnan geymdur í síma þínum, spjaldtölvu eða hörðum diski með hjálp vefkakna, pixelmerkja (web beacons) eða álíka tækni. Það á við um þessa vefsíðu og flestar aðrar. „Vefkökur“ er hér notað í víðum skilningi og nær yfir tækni eins og localStorage. Vefkökur stuðla að því að vefsetrið virki vel og veita okkur upplýsingar um samskipti notenda við það. Við notum þessar upplýsingar til að betrumbæta vefsetrið. Við reynum ekki að bera kennsl á einstaklinga nema þeir samþykki það með því að láta í té samskiptaupplýsingar þegar þeir senda inn eyðublað eða umsókn á vefsetrinu.

Vefkökur. Vefkökur af ýmsum gerðum gegna mismunandi hlutverki og bæta almennt notagildi vefsetursins. Við gætum notað vefkökur til að komast að því hvort þú hefur notað vefsetrið áður eða til að muna stillingar sem þú valdir þegar þú notaðir það. Við gætum til dæmis geymt val þitt á tungumáli í vefköku til að vefsíðan birtist á því máli þegar þú ferð inn á hana aftur. Við notum aldrei vefkökur í auglýsingaskyni.

Vefkökurnar, sem notaðar eru á þessu vefsetri, má greina í þrjá flokka:

  1. Ómissandi vefkökur. Þær eru nauðsynlegar til að þú getir nýtt þér ákveðna þætti á vefsetri okkar, eins og að skrá þig inn eða senda eyðublöð. Án þessara vefkakna væri ekki hægt að annast beiðni þína eins og til dæmis um að gefa fjárframlög rafrænt. Sumar slíkar vefkökur eru nauðsynlegar til að verða við beiðni sem þú sendir inn meðan á vafralotu stendur. Þessar kökur safna ekki upplýsingum um þig til að nota í auglýsingaskyni eða til að muna hvaða síður þú hefur heimsótt á netinu.

  2. Vefkökur sem auka notagildi. Vefsetrið notar þær til að muna það sem þú hefur valið (eins og notandanafn, tungumál eða svæði) og auka þægindin þegar þú notar vefsvæðið.

  3. Greiningarkökur. Þær eru notaðar til að geyma upplýsingar um heimsóknir til vefsetursins, til dæmis hversu margir heimsóttu setrið eða hversu lengi notendur stöldruðu við að meðaltali. Slíkar upplýsingar eru aðeins notaðar til að bæta virkni vefsetursins.

Flestar vefkökur okkar eru frá fyrsta aðila, gerðar af vefsetri okkar. Sumar eru frá þriðja aðila, gerðar af öðrum vefsetrum. Í listum með dæmum um vefkökur tökum við skýrt fram hvaða kökur við notum frá þriðja aðila.

Pixelmerki. Sumar síður okkar geta notað smáar, rafrænar skrár, svonefnd pixelmerki, sem gera okkur kleift að mæla umferð, eins og þegar þú heimsækir ákveðna vefsíðu. Pixelmerki eru notuð til að fylgjast með notkun vefsetursins og hvernig það virkar.

IP-tölur. IP-tala er talnakóði sem er nokkurs konar kennitala tölvu þinnar á netinu. Við notum IP-tölu þína og val þitt á vafra til að greina notkunarmynstur og vandamál á vefsetrinu og til að bæta þjónustuna sem við bjóðum þér. IP-talan nægir þó ekki ein sér til að hægt sé að bera kennsl á þig.

Val þitt. Þegar þú fórst inn á þetta vefsetur voru vefkökur okkar sendar til vafrans sem þú notar og geymdar í tölvu þinni. Með því að nota vefsetur okkar samþykkirðu að við notum vefkökur og tengda tækni. Þú getur fjarlægt þær í stillingum vafrans, en án vefkakna má vera að þú getir ekki nýtt þér alla þætti vefsetursins. Það er misjafnt eftir vöfrum hvernig fjarlægja má vefkökur. Veldu „hjálp“ í valmynd vafrans til að fá nauðsynlegar leiðbeiningar.

Veldu vefsetur á listanum hér fyrir neðan til að sjá dæmi um notkun vefkakna á því vefsetri.

Sjá einnig Cookies and Similar Technologies Used by Several of Our Websites.