Minningarhátíð um dauða Jesú
Fimmtudaginn 2. apríl 2026
Vottar Jehóva minnast dauða Jesú einu sinni á ári í samræmi við fyrirmæli hans: „Gerið þetta til minningar um mig.“ – Lúkas 22:19.
Þér og fjölskyldu þinni er boðið.
Spurningar og svör
Hverjir mega koma?
Allir eru velkomnir. Þú mátt endilega bjóða vini eða taka fjölskylduna með.
Hvað er dagskráin löng?
Hún er um það bil ein klukkustund.
Hvar verður minningarhátíðin haldin?
Hafðu samband við Votta Jehóva til að fá nánari upplýsingar.
Kostar inn eða er skuldbinding við það að mæta?
Nei.
Verða samskot?
Nei. Það eru aldrei samskot á samkomum okkar. – Matteus 10:8.
Eru einhverjar reglur varðandi klæðnað?
Nei. En vottar Jehóva reyna að klæða sig þannig að það sýni þessum heilaga viðburði virðingu.
Hvernig fer minningarhátíðin fram?
Í byrjun og enda samkomunnar syngja áheyrendur söng og vottur Jehóva fer með bæn. Flutt verður biblíutengd ræða sem fjallar um hvað dauði Jesú hefur mikla þýðingu og hvernig við getum notið góðs af því sem Guð og Jesús Kristur hafa gert fyrir okkur.
Nánari upplýsingar er að finna í greininni „Hvers vegna halda Vottar Jehóva kvöldmáltíð Drottins á annan hátt en önnur trúarbrögð?“
Hvenær verða næstu minningarhátíðar haldnar?
2026: Fimmtudaginn 2. apríl
2027: Mánudaginn 22. mars