Hoppa beint í efnið

Myndir frá Warwick – 5. hluti (september 2015 til febrúar 2016)

Myndir frá Warwick – 5. hluti (september 2015 til febrúar 2016)

Í þessu myndasafni er hægt að sjá hvernig framkvæmdunum við aðalstöðvar Votta Jehóva miðaði áfram og hvernig sjálfboðaliðar studdu við verkið frá september 2015 til febrúar 2016.

Á myndinni sést hvernig svæðið mun líta út fullklárað. Réttsælis frá vinstri:

  1. Bifvélaverkstæði

  2. Bílastæði fyrir gesti

  3. Verkstæði og bílastæði íbúa

  4. Íbúðarhúsnæði B

  5. Íbúðarhúsnæði D

  6. Íbúðarhúsnæði C

  7. Íbúðarhúsnæði A

  8. Skrifstofu- og þjónustubyggingin

7. október 2015 – byggingarsvæðið í Warwick

Verið er að flytja steinboga sem á að fara á undirstöðu brúar í votlendinu. Þegar boginn var hífður af vörubílnum voru notuð dekk til að verja hann gegn skemmdum. Brúin verndar viðkvæmt votlendið á svæðinu.

13. október 2015 – skrifstofu- og þjónustubyggingin

Þak byggingarinnar er þakið vökvadrægum plöntum sem kallast hnoðri, en hann breytir um lit áður en hann leggst í vetrardvala. Sextán tegundir af hnoðra eru gróðursettar á þökunum. Græn þök hjálpa til við að stjórna regnvatni sem fellur á þau. Þau draga líka úr orkunotkun og þarfnast einungis lágmarksumhirðu.

13. október 2015 – íbúðarhúsnæði D

Smiður setur upp lista í eldhúsi í einni af íbúðunum. Í lok febrúar 2016 voru smiðirnir búnir að setja upp meira en 60 prósent af öllum eldhúsinnréttingunum.

16. október 2015 – skrifstofu- og þjónustubyggingin

Rafvirkjar setja upp LED-ljós til að lýsa upp Varðturnsmerkið á turninum við aðalinnganginn.

21. október 2015 – skrifstofu- og þjónustubyggingin

Á kvöldin eru ljósin kveikt í skrifstofu- og þjónustubyggingunni, þar á meðal í turninum og anddyrinu. Frá turninum geta gestir virt fyrir sér einstakt útsýni yfir byggingarnar og svæðið í kring.

22. október 2015 – byggingarsvæðið í Warwick

Vinnumenn undirbúa veg ætlaðan neyðarbílum með því að leggja undirlag og steypa. Í bakgrunni myndarinnar sést strigi sem kemur í veg fyrir hrun úr brekkunni meðan á framkvæmdum stendur.

9. nóvember 2015 – skrifstofu- og þjónustubyggingin

Vinnumenn koma fyrir þakglugga fyrir ofan anddyri. Ellefu þakgluggar í skrifstofu- og þjónustubyggingunni hleypa dagsbirtunni inn í bygginguna.

16. nóvember 2015 – verkstæði og bílastæði íbúa

Logsuðumaður notar logskurðartæki til að skera stálrör fyrir kælivatnskerfið.

30. nóvember 2015 – skrifstofu- og þjónustubyggingin

Smiður mátar plötu þar sem setja á gluggakistu. Gluggakistunni er síðan komið fyrir þegar platan hefur verið stillt af og búið er að ganga frá gifsveggnum.

17. desember 2015 – byggingarsvæðið í Warwick

Hellulagt í rigningu. Fyrir miðri mynd sést tæki sem er notað til að jafna mölina. Í forgrunni myndarinnar er smágrafa að flytja hellur á sinn stað með vökvaþvingu. Vinstra megin á myndinni sést plastdúkur sem er notaður til að verja gróðurmoldina.

24. desember 2015 – byggingarsvæðið í Warwick

Vinnumenn draga straumkapal að spennistöð sem sér byggingunum í Warwick fyrir rafmagni.

5. janúar 2016 – skrifstofu- og þjónustubyggingin

Vinnumaður leggur lokahönd á ramma fyrir skýli sem er yfir göngustíg á milli gestabílastæðanna og skrifstofu- og þjónustubyggingarinnar. Skýlið mun verja gesti fyrir rigningu og snjó.

5. janúar 2016 – verkstæði og bílastæði íbúa

Tæknimaður stillir miðstöðvarketil. Nú er búið að setja upp alla fjóra miðstöðvarkatlana á Warwick-svæðinu.

8. febrúar 2016 – skrifstofu- og þjónustubyggingin

Vélvirkjar tengja þurrkara í þvottahúsinu. Þurrkararnir geta tekið allt frá 6 og upp í 45 kílógrömm. Þvottavélar verða settar upp meðfram vinstri veggnum.

8. febrúar 2016 – Tuxedo

Gerrit Lösch, sem situr í hinu stjórnandi ráði, stýrir Varðturnsnámi Betelfjölskyldunnar. Þeir sem vinna við framkvæmdirnar í Warwick geta horft á útsendingu frá dagskránni þaðan sem þeir gista.

19. febrúar 2016 – íbúðarhúsnæði A

Vinnumenn flytja teppi í eitt íbúðarhúsnæðið. Pantaðir voru meira en 65.000 fermetrar af teppi fyrir byggingarnar í Warwick.

22. febrúar 2016 – byggingarsvæðið í Warwick

Á tímabilinu september 2015 til febrúar 2016 fengust leyfi til að taka íbúðarhúsnæði C og D í notkun og þar með gátu vinnumenn búið þar. Öllum lyftum var komið fyrir og lokið var við veginn að íbúðarhúsnæðinu. Garðvinnan gekk vonum framar vegna þess hve veturinn var mildur.

24. febrúar 2016 – verkstæði og bílastæði íbúa

Vinnumaður í veggja- og loftdeildinni gengur á stultum og setur upp grindur fyrir loftplötur. Sú deild sér um að setja upp gifsveggi og einangra þá. Auk þess sér hún um múrhúðun og að setja upp brunaeinangrun.