Hoppa beint í efnið

Myndir frá Wallkill – 2. hluti (nóvember 2014 til nóvember 2015)

Myndir frá Wallkill – 2. hluti (nóvember 2014 til nóvember 2015)

Vottar Jehóva hafa nýlega stækkað og lagfært Betelheimilið í Wallkill í New York. Í þessu myndasafni er hægt að sjá hvernig framkvæmdunum miðaði áfram frá nóvember 2014 til nóvember 2015.

Loftmynd af byggingarsvæðinu í Wallkill 15. október 2015.

  1. Prentsmiðjan

  2. Skrifstofubygging 1

  3. Íbúðarhúsnæði E

  4. Matsalur

  5. Þvottahús/efnalaug

  6. Skrifstofubygging 2

  7. Íbúðarhúsnæði D

4. desember 2014 – skrifstofubygging 2

Inngangur nýju skrifstofubyggingarinnar er búinn undir steinlagningu og landslagsmótun. Gangstéttin neðst til vinstri er hitalögð þannig að gangandi vegfarendur detti ekki í hálku að vetri til. Í þessari byggingu er Betelskrifstofan, skrifstofa deildarnefndarinnar og þjónust

5. desember 2014 – íbúðarhúsnæði D

Starfsmaður notar slípivél áður en gólfefni er lagt. Vélin er tengd við ryksugu sem dregur í sig rykið.

9. janúar 2015 – íbúðarhúsnæði E

Inngangurinn að íbúðarhúsnæði E þar sem yfir 200 Betelítar búa. Sett var upp nýtt brunakerfi og gluggar sem tryggja orkusparnað.

9. febrúar 2015 – prentsmiðjan

Tæknimaður tengir víra í fjarskiptabúnaði sem notaður er í aðstöðu tækniþjálfunarinnar. Aðstaðan er meðal annars ætluð til að þjálfa starfsmenn í pípulagningum, viðhaldi á rafmagni og öryggisreglum.

17. febrúar 2015 – prentsmiðjan

Rafvirki setur upp LED-ljós í nýju aðstöðu tækniþjálfunarinnar.

2. mars 2015 – skrifstofubygging 1

Starfsmaður athugar bilið milli stokka fyrir rafleiðslur. Þetta svæði var gert upp fyrir deildir sem fluttu frá Brooklyn.

3. mars 2015 – íbúðarhúsnæði D

Pípulagningarmaður logsýður hitalagnir.

31. mars 2015 – íbúðarhúsnæði D

Starfsmenn í bómulyftu þétta glugga. Í þessari byggingu eru 298 gluggar sem eru sérstaklega hannaðir til að draga úr orkunotkun á sumrin og veturna.

17. apríl 2015 – skrifstofubygging 1

Múrarar nota grjót úr upprunalega veggnum sem var byggður á áttunda áratugnum til að hlaða vegg við aðalbílastæðið milli skrifstofubyggingar 1 og íbúðarhúsnæðis E.

17. apríl 2015 – skrifstofubygging 1

Verið er að slípa gifsvegg áður en hann er málaður. Þessi endurnýjaða bygging er undir bókhalds-, tölvu- og innkaupadeildina.

8. júní 2015 – íbúðarhúsnæði D

Rafvirki togar vír upp á þak til að hægt sé að tengja hann við eldingavara. Eldingavarinn tekur við eldingum og leiðir raforkuna niður í jörð svo að byggingin verði ekki fyrir tjóni.

8. júní 2015 – íbúðarhúsnæði D

Meðan á framkvæmdunum stóð var mikil áhersla lögð á að varðveita gróðurinn á svæðinu, þar á meðal mörg þeirra trjáa sem sjást á þessari mynd. Vatnsturninn vinstra megin á myndinni tekur um 150.000 lítra. Hann gegnir mikilvægu hlutverki í að sjá íbúum, slökkviliði og eldvarnarkerfum á svæðinu í Wallkill fyrir vatni.

25. júní 2015 – skrifstofubygging 1

Smiður kemur fyrir nokkrum af þeim 1.800 kubbum úr kirsuberjaviði sem klæða vegginn aftast í samkomusalnum. Kubbarnir eru misþykkir og draga þannig úr bergmáli.

9. júlí 2015 – skrifstofubygging 2

Bróðir Charles Reed hefur verið á Betel síðan 1958. Hann hjálpaði til við að skipuleggja og leggja steyptar undirstöður undir prentvélarnar þegar Betel í Brooklyn prentaði rit fyrir Bandaríkin og mörg önnur lönd. Meðan á verkefninu í Wallkill stóð var bróðir Charles Reed í gæðaeftirlitinu.

17. ágúst 2015 – skrifstofubygging 1

Starfsmenn sækja nýja stóla sem eiga að vera í samkomusalnum. Í salnum eru sæti fyrir 812 manns.

21. september 2015 – skrifstofubygging 1

Endurbæturnar á samkomusalnum voru meðal annars þær að settir voru upp sjónvarpsskjáir og hljóðeinangrandi loftplötur.

12. október 2015 – íbúðarhúsnæði D

Sjúkradeildin var gerð upp. Til að geta veitt sjúklingunum betri þjónustu voru gangar og baðherbergi stækkuð.

15. október 2015 – Wallkill-svæðið

Loftmynd af Wallkill-svæðinu, en þar búa um 2.000 Betelítar. Flatarmál þeirra bygginga, sem voru reistar eða gerðar upp, er meira en 102.000 fermetrar. Stærstum hluta framkvæmdanna lauk 30. nóvember 2015.