Hoppa beint í efnið

Bréf frá húseigendum

Bréf frá húseigendum

Vottar Jehóva luku nýlega við að stækka Varðturnsbúgarðinn í Wallkill, New York, en verkefnið tók sex ár. Þegar skriður komst á byggingaframkvæmdirnar síðustu tvö árin var þörf á meira húsnæði fyrir sjálfboðaliða. Því voru 25 íbúðir teknar á leigu í nágrenninu.

Leigjendurnir

Hvernig fannst húseigendum að leigja vottum Jehóva?

  • „Við vorum mjög ánægð með leigjendurna“, skrifaði einn húseigandi. „Við hjónin búum við hliðina á leiguhúsnæðinu og okkur fannst leigjendurnir alltaf samstarfsfúsir og vingjarnlegir“.

  • Önnur kona sem býr einnig nálægt húsnæðinu sem hún leigir út skrifaði um leigjendurna: „Ég hef ekkert nema jákvætt um þá að segja. Í bakgarðinum okkar er tjörn sem við buðum strákunum að synda í. Þeir komu oft til að synda og voru alltaf tillitssamir og kurteisir. Við nutum þess að hafa þá og munum sakna þess að sjá þá hlaupa yfir túnið.“ Hún bætti við: „Við höfum ekkert nema gott um þetta að segja.“

  • „Þeir voru frábærir,“ sagði leigusali, „ekki bara sem leigjendur heldur líka sem nágrannar.“

Fasteignirnar

Hvað fannst eigendunum um ásigkomulag íbúðanna þegar leigjendurnir fóru?

  • „Við fengum húsaleiguna alltaf á réttum tíma og húsið var snyrtilegt og í toppstandi þegar því var skilað.“

  • „Við þökkum ykkur og söfnuðinum fyrir góða umgengni í húsinu okkar,“ sagði einn leigusalanna og bætti við að hann hefði ekki gert ráð fyrir að vottarnir myndu þrífa „svona vandlega“.

  • „Þar sem við vissum hvað vottar Jehóva eru heiðarlegir, fórum við ekki fram á tryggingu,“ sagði ein kona. „Báðum leiguíbúðunum var skilað í óaðfinnanlegu ásigkomulagi.“

  • „Hvernig get ég fengið ykkur í vinnu?“ spurði húseigandi eftir að vottur hafði unnið við smá viðgerðir á húseign hans. „Þegar þið lofuðu að vinna verk á ákveðnum degi, stóðu þið alltaf við það. Mér gengur ill að fá iðnaðarmenn sem standa við loforð sín.“

Þegar upp er staðið

  • Áður en einn leigusamningur rann úr gildi, skrifaði leigusalinn, að vottarnir fengju góðan afslátt af leigunni ef þeir endurnýjuðu samninginn.

  • Annar sagði: „Við myndum gjarnan vilja leigja vottum Jehóva aftur ef tækifæri gefst.“