Hoppa beint í efnið

Öld af tónlist sem heiðrar Guð

Öld af tónlist sem heiðrar Guð

„Ég vil að þú farir í Columbia-hlóðverið í New York-borg og syngir einn af sálmunum okkar. Þar verður gerð vönduð upptaka. Ekki segja neinum frá því sem þú ert að gera.“

William Mockridge

Síðla árs 1913 varð William Mockridge að þessari óvenjulegu beiðni frá Charles Taze Russell. * Þetta lag, sem sumir þekktu undir nafninu „The Sweet By-and-By“, var tekið upp á 78-snúninga plötu. Síðar komst William að því að lagið yrði notað í upphafi „Sköpunarsögunnar í myndum“ sem var myndræn framsetning á biblíulegum ræðum og tónlist við þöglar kvikmyndir og myndir á máluðum glerskyggnum. „Sköpunarsagan í myndum“ var frumsýnd í New York-borg í janúar árið 1914.

Upptaka Williams var ein af fleiri en 50 slíkum sem fluttar voru með plötuspilurum við sýningar á „Sköpunarsögunni“ á ensku. Þótt megnið af tónlistinni hafi verið útsett af öðrum voru sumar upptökurnar, þar á meðal sú sem William söng inn, samdar fyrir Biblíunemendurna og sungnar við texta úr einni af söngbókum þeirra, Hymns of the Millenial Dawn.

Að veita orðunum athygli

Árum saman sungu vottarnir söngva eftir aðra við tilbeiðslu. Þegar þurfa þótti breyttu þeir samt orðunum til að endurspegla skilning sinn á Biblíunni.

Til dæmis var einn söngurinn, sem leikinn var við „Sköpunarsöguna“, kallaður „Konungur okkar gengur fram“ en hann var aðlöguð útgáfa lagsins „Bardagasálmur lýðveldisins“. Fyrsta vers „Bardagasálmsins“ er á þessa leið: „Mín augu hafa litið dýrðina af komu Drottins“. Hins vegar breyttu biblíunemendurnir orðunum í: „Mín augu hafa litið dýrðina af nærveru Drottins.“ Þessi breyting endurspeglaði sannfæringu þeirra að stjórn Jesú Krists fæli í sér nærveru um ákveðinn tíma, ekki aðeins komu. – Matteus 24:3.

Þegar bókin Singing and Accompanying Yorselves With Music in Your Hearts kom út árið 1966 var gert átak í að fjarlægja tónlist sem vitað var að ætti uppruna hjá öðrum trúfélögum eða ætti veraldlegan uppruna. Sama ár stefndu Vottarnir saman hljómsveit og tóku upp alla 119 söngvana í bókinni. Söfnuðirnir notuðu þessar upptökur sem undirspil við söng á samkomum auk þess sem sumir vottarnir nutu þess að hlusta á þær heima hjá sér.

Árið 2009 gáfu Vottar Jehóva út nýja söngbók, Lofsyngjum Jehóva. Sungnar útsetningar þessara laga hafa verið teknar upp á tugum tungumála. Árið 2013 hófu Vottarnir að gefa út fyrstu myndböndin með tónlist fyrir börn. Eitt þeirra heitir Ég get beðið til Guðs hvar sem er. Gestir á vefsetrinu jw.org hala niður söngvunum í milljónatali í hverjum mánuði.

Margir hafa tjáð þakklæti sitt fyrir þessa tónlist. Kona, sem heitir Julie, skrifaði um Lofsyngjum Jehóva: „Nýju söngvarnir eru svo fallegir! Þegar ég er ein spila ég þá sem tjá hvernig mér líður í raun og veru. Þeirra vegna finn ég hvernig samband mitt við Jehóva styrkist og ég er enn ákveðnari í að gefa honum allt sem í mér býr.“

Móðir, sem heitir Heather, skrifaði eftirfarandi um myndbandið Ég get beðið til Guðs hvar sem er og hvaða áhrif það hefði á börnin sín sem eru sjö og níu ára: „Það hjálpar þeim að biðja til Guðs, ekki bara í byrjun dags eða þegar þau eru með okkur heldur hvenær sem þau langar til að tala við Jehóva.“

^ gr. 3 Charles Taze Russell (1852-1916) var í forystu Biblíunemendanna, eins og Vottar Jehóva nefndust þá.