Hoppa beint í efnið

Þiggja vottar Jehóva læknismeðferð?

Þiggja vottar Jehóva læknismeðferð?

 Já, vottar Jehóva þiggja lyf og læknismeðferð. Við reynum að hugsa vel um okkur líkamlega svo að við getum notið góðrar heilsu en stundum þurfum við á læknisaðstoð að halda. (Lúkas 5:31) Reyndar eru sumir vottar Jehóva læknar, rétt eins og Lúkas sem var kristinn maður á fyrstu öld. – Kólossubréfið 4:14.

 Sumar læknismeðferðir stangast þó á við meginreglur Biblíunnar og við afþökkum þær. Til dæmis þiggjum við ekki blóðgjafir vegna þess að Biblían bannar að við neytum blóðs til að næra líkamann. (Postulasagan 15:20) Biblían bannar einnig meðferðir sem fela í sér dulrænar athafnir. – Galatabréfið 5:19-21.

 Allflestar læknismeðferðir stangast þó ekki á við meginreglur Biblíunnar. Hver og einn þarf því að taka persónulega ákvörðun í þessum málum. Einn vottur gæti ákveðið að þiggja tiltekið lyf eða meðferð en annar myndi afþakka sömu meðferð. – Galatabréfið 6:5.