Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Vottar Jehóva

íslenska

Trúið þið á Jesú?

Trúið þið á Jesú?

Já. Við trúum á Jesú enda sagði hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ (Jóhannes 14:6) Við trúum að Jesús hafi komið til jarðar frá himnum og gefið fullkomið mannslíf sitt sem lausnarfórn. (Matteus 20:28) Þeir sem trúa á hann geta hlotið eilíft líf vegna dauða hans og upprisu. (Jóhannes 3:16) Við trúum líka að Jesús ríki núna á himnum sem konungur Guðsríkis og að það komi bráðlega á friði um alla jörðina. (Opinberunarbókin 11:15) Jesús sagði hins vegar: „Faðirinn er mér meiri,“ og við tökum mark á því. (Jóhannes 14:28) Við tilbiðjum ekki Jesú vegna þess að við trúum ekki að hann sé alvaldur Guð.

 

Meira

GLEÐIFRÉTTIR FRÁ GUÐI

Hver er Jesús Kristur?

Hvers vegna dó Jesús, hvert er lausnargjaldið og hvað er hann að gera núna?

BIBLÍUSPURNINGAR

Álíta fræðimenn að Jesús hafi verið til?

Kynntu þér hvort þeir trúi því að Jesús hafi verið raunveruleg persóna.

VARÐTURNINN

Í hvaða skilningi eru Jesús og faðir hans eitt?

Athugaðu á hvaða vegu Guð og sonurinn eru tveir mismunandi einstaklingar.