Hoppa beint í efnið

Trúið þið á Jesú?

Trúið þið á Jesú?

Já. Við trúum á Jesú enda sagði hann: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig.“ (Jóhannes 14:6) Við trúum að Jesús hafi komið til jarðar frá himnum og gefið fullkomið mannslíf sitt sem lausnarfórn. (Matteus 20:28) Þeir sem trúa á hann geta hlotið eilíft líf vegna dauða hans og upprisu. (Jóhannes 3:16) Við trúum líka að Jesús ríki núna á himnum sem konungur Guðsríkis og að það komi bráðlega á friði um alla jörðina. (Opinberunarbókin 11:15) Jesús sagði hins vegar: „Faðirinn er mér meiri,“ og við tökum mark á því. (Jóhannes 14:28) Við tilbiðjum ekki Jesú vegna þess að við trúum ekki að hann sé alvaldur Guð.