Boðunarstarf votta Jehóva er aðallega fjármagnað með frjálsum framlögum safnaðarmanna. Engin fjáröflun fer fram á samkomum okkar og þeir sem tilheyra söfnuðinum þurfa ekki að borga tíund. (Matteus 10:7, 8) Þess í stað eru framlagabaukar í samkomuhúsum okkar fyrir þá sem langar til að styrkja starfið fjárhagslega. Gefendur láta ekki nafns síns getið.

Ein ástæða þess að við getum staðið undir starfsemi okkar er sú að við höfum ekki launaða presta. Vottar Jehóva fá ekki heldur borgað fyrir að ganga í hús, og samkomuhús okkar eru látlaus.

Öll fjárframlög, sem send eru til útibúa Votta Jehóva, eru notuð á eftirfarandi hátt: Til að hjálpa fólki á hamfarasvæðum, styrkja trúboða og farandumsjónarmenn, fjármagna byggingu samkomuhúsa í fátækum löndum og til að prenta og dreifa biblíum og biblíutengdum ritum.

Hver og einn ræður því hvort hann vill taka þátt í almennum útgjöldum safnaðarins, styrkja alþjóðastarfið eða hvort tveggja. Mánaðarlegt yfirlit yfir bókhald safnaðarins er opið öllum safnaðarmönnum.