Hoppa beint í efnið

Starfa Vottar Jehóva með öðrum trúfélögum?

Starfa Vottar Jehóva með öðrum trúfélögum?

Sem Vottar Jehóva höfum við ánægju af að ræða um trú við fólk af öllum trúarbrögðum en tökum ekki þátt í sameiginlegri tilbeiðslu með öðrum trúfélögum. Biblían sýnir að sannkristnir menn eru samlyndir og sameinaðir í trúnni. (Efesusbréfið 4:16; 1. Korintubréf 1:10; Filippíbréfið 2:2) Það felur meira í sér en að vera sammála um dyggðir eins og kærleika, samkennd og fyrirgefningu. Trúarskoðanir okkar byggjast á nákvæmri þekkingu á Biblíunni en án þekkingarinnar væri trú okkar til einskis. – Rómverjabréfið 10:2, 3.

Í Biblíunni er því líkt við ójafnt ok að tilbiðja með þeim sem eru annarrar trúar. Slíkt misræmi myndi skaða trú sannkristins manns. (2. Korintubréf 6:14-17) Jesús leyfði fylgjendum sínum þess vegna ekki að tilbiðja með fólki sem er annarrar trúar. (Matteus 12:30; Jóhannes 14:6) Lögin, sem Guð gaf fyrir milligöngu Móse, bönnuðu líka Ísraelsmönnum til forna að taka þátt í tilbeiðslu nágrannaþjóðanna. (2. Mósebók 34:11-14) Seinna höfnuðu trúfastir Ísraelsmenn boði um hjálp sem fæli í sér trúarlegt bandalag við fólk sem var annarrar trúar. – Esrabók 4:1-3.

Taka vottar Jehóva þátt í trúarumræðum við fólk sem er annarrar trúar?

Já, árið 2020 vörðum við 1.669.901.531 klukkustundum í að ræða við fólk sem er annarrar trúar. Við höfum, líkt og Páll postuli, áhuga á að reyna að skilja hugsun og trúarskoðanir ,sem flestra‘ þegar við boðum trúna. (1. Korintubréf 9:19-22) Þegar við ræðum við fólk reynum við að fara eftir ráðleggingum Biblíunnar um að að sýna öðrum „virðingu“. – 1. Pétursbréf 3:15, 16.