Hoppa beint í efnið

Sniðganga vottar Jehóva fyrrverandi trúsystkini?

Sniðganga vottar Jehóva fyrrverandi trúsystkini?

Við sniðgöngum ekki skírða safnaðarmenn þó að þeir séu hættir að boða fagnaðarerindið og séu jafnvel hættir að umgangast okkur og sækja safnaðarsamkomur. Við gerum okkur far um að halda tengslum við þá og hvetja þá til að styrkja sambandið við Guð.

Fólki er ekki vikið sjálfkrafa úr söfnuðinum þó að það drýgi alvarlega synd. Ef skírður vottur gerir það að venju að brjóta gegn siðferðisreglum Biblíunnar og iðrast einskis er honum þó vikið úr söfnuðinum. Í Biblíunni stendur skýrum stöfum: „Útrýmið hinum vonda úr ykkar hópi.“ – 1. Korintubréf 5:13.

Hvað gerist ef manni er vikið úr söfnuðinum en eiginkona hans og börn eru vottar áfram? Þó að trúarleg tengsl hans við fjölskylduna breytist haldast önnur tengsl óbreytt. Fjölskyldu- og hjúskaparböndin rofna ekki og því halda eðlileg samskipti áfram og ástúðin blómgast á heimilinu.

Þeir sem vikið er úr söfnuðinum mega sækja samkomur hjá okkur. Ef þeir vilja geta þeir einnig fengið biblíulegar leiðbeiningar hjá öldungum safnaðarins. Markmiðið er að hjálpa hverjum og einum að verða vottur Jehóva á nýjan leik. Ef þeir sem vikið er úr söfnuðinum snúa baki við slæmu líferni og sýna að þá langar í einlægni til að lifa eftir boðum Biblíunnar stendur þeim alltaf til boða að tilheyra söfnuðinum á nýjan leik.