Hoppa beint í efnið

Aðhyllast Vottar Jehóva sköpunarhyggju?

Aðhyllast Vottar Jehóva sköpunarhyggju?

Nei. Vottar Jehóva trúa að Guð hafi skapað allt. En við erum ekki sammála þeim sem aðhyllast sköpunarhyggju. Hvers vegna ekki? Vegna þess að margar hugmyndir þeirra stangast á við Biblíuna. Lítum á eftirfarandi dæmi:

  1. Lengd sköpunardaganna sex. Sumir þeirra sem aðhyllast sköpunarhyggju fullyrða að sköpunardagarnir sex hafi verið bókstaflegir 24 tíma sólarhringar. En orðið „dagur“ í Biblíunni getur átt við mjög langt tímabil. – 1. Mósebók 2:4; Sálmur 90:4.

  2. Aldur jarðarinnar. Sumir sem aðhyllast sköpunarhyggju kenna að jörðin sé aðeins nokkur þúsund ára gömul. En samkvæmt Biblíunni var jörðin og alheimurinn til áður en sköpunardagarnir sex hófust. (1. Mósebók 1:1) Þar af leiðandi hafa Vottar Jehóva ekkert á móti traustum vísindarannsóknum sem gefa til kynna að jörðin sé margra miljarða ára gömul.

Enda þótt Vottar Jehóva trúi á sköpun þá höfum við ekkert á móti vísindum. Við lítum svo á að sönn vísindi og Biblían samrýmist.