Hoppa beint í efnið

Hvernig fengu Vottar Jehóva nafn sitt?

Hvernig fengu Vottar Jehóva nafn sitt?

Guð á sér nafn eins og sjá má af mörgum biblíuþýðingum. Það er oftast ritað Jehóva en stundum Jahve. (2. Mósebók 6:3, neðanmáls) Vottur er sá sem boðar sannindi eða skoðanir sem hann er sannfærður um að séu réttar.

Heitið Vottar Jehóva gefur því til kynna að við séum hópur kristinna manna sem boðar sannleikann um Jehóva, skapara allra hluta. (Opinberunarbókin 4:11) Við vitnum fyrir öðrum með líferni okkar og með því að segja þeim frá því sem við höfum lært af Biblíunni. – Jesaja 43:10-12; 1. Pétursbréf 2:12.