Hoppa beint í efnið

Hvers vegna nota Vottar Jehóva ekki krossinn í tilbeiðslu sinni?

Hvers vegna nota Vottar Jehóva ekki krossinn í tilbeiðslu sinni?

Krossinn er í hugum margra tákn kristinnar trúar.

Þótt Vottar Jehóva séu kristnir þá notum við ekki krossinn í tilbeiðslu okkar. Af hverju ekki?

Ein ástæða er sú að Biblían sýnir að Jesús dó ekki á krossi heldur á staur. Auk þess gefur Biblían kristnum mönnum skýr fyrirmæli um að ,forðast skurðgoðadýrkun‘ sem þýðir að þeir eiga ekki að nota kross í tilbeiðslu sinni. – 1. Korintubréf 10:14; 1. Jóhannesarbréf 5:21.

Í ljósi þess eru orð Jesú mjög þýðingamikil: „Á því munu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars.“ (Jóhannes 13:34, 35) Hann benti á að fórnfús kærleikur – en ekki kross eða eitthvað líkneski – ætti að auðkenna sanna fylgjendur hans.