Hoppa beint í efnið

Prédika konurnar í söfnuði Votta Jehóva?

Prédika konurnar í söfnuði Votta Jehóva?

 Já, allir vottar Jehóva eru prédikarar eða boðberar fagnaðarerindisins – þar á meðal milljónir kvenna. Eins og sagt var fyrir um í Biblíunni: „Heill her kvenna flytur sigurfréttina.“ – Sálmur 68:12.

 Konur sem eru vottar Jehóva fylgja fordæmi kvenna í Biblíunni. (Orðskviðirnir 31:10-31) Þótt þær gegni ekki forystuhlutverki í söfnuðinum taka þær virkan þátt í boðun fagnaðarerindisins meðal almennings. Þær kenna líka börnum sínum meginreglur Biblíunnar. (Orðskviðirnir 1:8) Konur í söfnuði Votta Jehóva leggja sig fram um að hafa góð áhrif á aðra bæði í orði og verki. – Títusarbréfið 2:3-5.