Hoppa beint í efnið

Hoppa í undirvalmynd

Vottar Jehóva

íslenska

Hvað er biblíunámskeið?

Hvað er biblíunámskeið?

Vottar Jehóva bjóða upp á biblíunámskeið þar sem svarað er fjölda spurninga, svo sem:

  • Hver er Guð?

  • Er Guði virkilega annt um mig?

  • Hvernig get ég bætt hjónabandið?

  • Hvernig get ég verið hamingjusamur?

Margir spyrja eftirfarandi spurninga um biblíunámskeiðin sem við bjóðum.

Hvernig fer biblíunámskeiðið fram? Við tökum fyrir viðfangsefni eins og „Guð“ eða „hjónaband“ og skoðum hvað sagt er um það á ýmsum stöðum í Biblíunni. Með því að bera saman versin er hægt að sjá hvað sagt er um málið í Biblíunni í heild, og þannig látum við Biblíuna túlka sjálfa sig.

Við notum bókina Hvað kennir Biblían? sem handbók við biblíunámið. Þar er meðal annars útskýrt á einfaldan hátt hvað sagt er í Biblíunni um Guð, Jesú og framtíðina.

Hvað kostar biblíunámskeið? Námskeiðið er ókeypis og ekki er farið fram á greiðslu fyrir námsefnið.

Hve langar eru námsstundirnar? Margir gefa sér klukkutíma eða svo í hverri viku til biblíunáms með okkar aðstoð. En lengdin er sveigjanleg. Við lögum okkur að aðstæðum þínum.

Hvað gerist þegar ég óska eftir aðstoð við biblíunám? Þegar þú óskar eftir slíkri aðstoð kemur vottur Jehóva í heimsókn til þín á þeim tíma og stað sem þér hentar. Hann notar nokkrar mínútur til að sýna þér hvernig námið fer fram. Ef þú ert ánægður með það geturðu haldið áfram.

Verð ég að gerast vottur Jehóva ef ég óska eftir aðstoð við biblíunám? Nei, vottar Jehóva hafa ánægju af því að fræða aðra um Biblíuna en fólk er aldrei þvingað til að ganga í söfnuðinn. Við kynnum fyrir fólki það sem segir í Biblíunni en virðum rétt hvers og eins til að ákveða hverju hann trúir. – 1. Pétursbréf 3:15, 16.

 

 

Meira

BIBLÍUNÁMSKEIÐ

Hvers vegna ættum við að kynna okkur Biblíuna?

Milljónir manna um allan heim hafa fundið svör við stóru spurningunum í lífinu. Vilt þú það líka?

BIBLÍUNÁMSKEIÐ

Hvernig fer biblíunámskeið fram?

Um heim allan eru vottar Jehóva þekktir fyrir að bjóða upp á ókeypis biblíunámskeið. Sjáðu hvernig það gengur fyrir sig.

UM OKKUR

Beiðni um biblíunámskeið

Fáðu ókeypis biblíukennslu á stað og stund sem þér hentar.