Hoppa beint í efnið

Getur sá sem er vottur Jehóva hætt í söfnuðinum?

Getur sá sem er vottur Jehóva hætt í söfnuðinum?

Já. Vottur Jehóva getur hætt í söfnuðinum með tvennum hætti:

  • Með formlegri beiðni. Viðkomandi getur annað hvort óskað eftir því munnlega eða skriflega að ekki sé lengur litið á hann sem vott Jehóva.

  • Með verkum sínum. Viðkomandi gerir eitthvað sem aðgreinir hann frá alheimsbræðralagi okkar. (1. Pétursbréf 5:9) Hann gæti til dæmis gengið til liðs við annan trúarsöfnuð og sýnt að hann ætli að tilheyra honum. – 1. Jóhannesarbréf 2:19.

Hvað ef vottur Jehóva hættir að boða trúna eða mæta á samkomur ykkar? Lítið þið svo á að viðkomandi sé hættur í söfnuðinum?

Nei, við gerum það ekki. Að segja sig úr söfnuðinum eða rjúfa tengslin er annað en að verða veikur í trúnni. Þeir sem hægja á sér um tíma eða hætta eru sjaldnast að yfirgefa trúna, heldur glíma þeir oft við einhverja erfiðleika. Í stað þess að sneiða hjá þeim reynum við að hughreysta þá og styðja. (1. Þessaloníkubréf 5:14; Júdasarbréfið 22) Ef þeir vilja hjálp eiga öldungar safnaðarins frumkvæðið að því að hjálpa þeim að endurheimta sambandið við Guð. – Galatabréfið 6:1; 1. Pétursbréf 5:1-3.

Öldungarnir hafa samt ekki leyfi til að þvinga eða neyða nokkurn til að halda áfram að vera vottur Jehóva. Hver og einn tekur sína ákvörðun varðandi trúna. (Jósúabók 24:15) Við trúum því að þeir sem tilbiðja Guð verði að gera það fúslega, af heilu hjarta. – Sálmur 110:3; Matteus 22:37.