Hoppa beint í efnið

Eru Vottar Jehóva sértrúarsöfnuður?

Eru Vottar Jehóva sértrúarsöfnuður?

Nei, Vottar Jehóva eru ekki sértrúarsöfnuður. Við erum kristin og gerum okkar besta til að fylgja því fordæmi sem Jesús Kristur setti og lifa eftir kenningum hans.

Hvað er sértrúarsöfnuður?

Hugtakið „sértrúarsöfnuður“ hefur mismunandi þýðingu í hugum fólks. Skoðum tvenns konar skilning sem fólk leggur í orðið og kemur ekki heim og saman við trú okkar.

  • Í hugum sumra er sértrúarsöfnuður ný eða óhefðbundin trúarbrögð. Vottar Jehóva hafa ekki fundið upp ný trúarbrögð. Þvert á móti eru kristnir menn á fyrstu öld fyrirmynd okkar, en fordæmi þeirra og það sem þeir kenndu var skráð í Biblíuna. (2. Tímóteusarbréf 3:16, 17) Við trúum því að Biblían sé sú heimild sem ætti að ákvarða hvað sé hefðbundið í trúarlegum málum.

  • Sumir halda að sértrúarsöfnuður sé hættulegur öfgahópur sem hefur mennskan leiðtoga. Vottar Jehóva líta ekki á neinn mann sem leiðtoga sinn. Við fylgjum þeim mælikvarða sem Jesús setti fylgjendum sínum þegar hann sagði: „Einn er leiðtogi yðar, Kristur.“ – Matteus 23:10.

Vottar Jehóva eru langt frá því að vera hættulegur sértrúarsöfnuður. Þeir iðka trú sem er þeim sjálfum og öðrum í samfélaginu til góðs. Boðun okkar hefur hjálpað mörgum að sigrast á skaðlegri fíkn, eins og misnotkun áfengis og fíkniefna. Auk þess stöndum við fyrir lestrar- og skriftarkennslu um allan heim, sem hefur hjálpað þúsundum að læra að lesa og skrifa. Og við tökum virkan þátt í neyðaraðstoð eftir náttúruhamfarir. Við vinnum hörðum höndum að því að hafa jákvæð áhrif á aðra, alveg eins og Jesús gaf fylgjendum sínum fyrirmæli um. – Matteus 5:13-16.