Hoppa beint í efnið

Eru vottar Jehóva kristnir?

Eru vottar Jehóva kristnir?

 Já, við erum kristin. Ástæðurnar eru eftirfarandi:

  •   Við reynum að fylgja sem best kenningum og atferli Jesú Krists. – 1. Pétursbréf 2:21.

  •   Við trúum að hjálpræði fólks sé undir Jesú komið enda segir í Biblíunni: „Ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld sem getur frelsað okkur.“ – Postulasagan 4:12.

  •   Þeir sem gerast vottar Jehóva láta skírast í nafni Jesú. – Matteus 28:18, 19.

  •   Við biðjum bænir okkar í nafni Jesú. – Jóhannes 15:16.

  •   Við trúum að Jesús sé höfuð hvers manns, það er að segja að honum sé falið að fara með yfirráð yfir öllum. – 1. Korintubréf 11:3.

 Við erum þó að ýmsu leyti ólík öðrum trúfélögum sem kalla sig kristin. Til dæmis trúum við að Biblían kenni að Jesús sé sonur Guðs en ekki hluti af þrenningu. (Markús 12:29) Við trúum ekki að sálin sé ódauðleg, að Guð kvelji fólki að eilífu í helvíti eða að þeir sem veita forystu í trúarlegu starfi eigi að bera hefðartitla. – Prédikarinn 9:5; Esekíel 18:4, Biblían 1981; Matteus 23:8-10.